Red Bull vill halda í blómstrandi Webber 17. maí 2010 10:06 Mark Webber fagnar sigri í Mónakó í gær. mynd: Getty Images Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu. Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu.
Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira