Webber og Vettel ekki mismunað í titilslagnum 5. nóvember 2010 10:01 Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel hafi ekki verið mismunað hjá liðinu á keppnistímabilinu og báðir fái fullan stuðning liðsins. Horner segir að ummæli Mark Webber, ef rétt túlkuð í fjölmiðlum gætu sært menn innan liðsins, en Webber lét í veðri vaka í gær að Vettel væri í uppáhaldi hjá liðinu samkvæmt frétt á autosport.com. Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso, en Vettel er í fjórða sæti. Webber er 11 stigum á eftir Alonso, en Vettel 25 stigum þegar tvö mót eru eftir. Sumir telja að Red Bull eigi að setja allan kraft á bakvið Webber um helgina, þar sem hann eigi meiri möguleika á titlinum en Vettel, en Horner vill gæta jafnræðis á meðan báðir eiga möguleika á titli. Báðir ökumennirnir féllu úr leik í síðustu keppni, sem varð til þess að Alonso náði forystu í stigamótinu. Webber vildi samkvæmt frétt á autosport.com meina að það væri meiri stuðningur innan Red Bull við Vettel þar sem hann væri yngri að árum og gaf í skyn að gott væri að hann fengi sjálfur meiri stuðning í ljósi stöðunnar í stigakeppni ökumanna. Annars væri meiri hætta á því að missta titlil möguleikanna úr höndum Red Bull. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða, en McLaren Mercedes og Ferrari eru næst liðinu, auk þess sem báðir ökumenn liðsins eiga möguleika á titili ökumanna. "Hvað sem er best að gera varðandi möguleikanna í meistarakeppninni, þá munum við sjá á mánudag eftir mótið í Abu Dhabi, hvort hlutirnir voru rétt gerðir", sagði Webber meðal annars um málið. En á móti hugmyndum Webbers kemur að liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þó menn hafi komist upp með slíkt í gegnum tíðina. Sérstaklega á lokaspretti meistaramótsins. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og liðið í óvenjulegri stöðu og báðir ökumenn eru í keppni um titilinn. Það væri rangt af liðinu að mismuna ökumönnunum", sagði Horner um málið. Hann sagði eðlilegt að þegar liðsmenn innan sama liðs væru í samkeppni, að þá gæti menn verið tilfinningasamir. Horner gat þess líka í öðru viðtali að Red Bull myndi spila á stöðuna í stigamótinu, ef aðstæður krefðust þess þegar á hólminn er komið. Vettel tjáði sig líka um umrædd ummæli Webbers. "Það hafa allir sínar skoðanir, en í mínum huga þá höfum við báðir fengið sömu tækifæri á mótshelgum að standa okkur. Liðið færir okkur góðan bíl, þar sem við höfum getað slegist um sigra og að komast á verðlaunapall. Ég tel að það sé ekkert samsæri í gangi. Það er það síðasta sem ég hugsa", sagði Vettel. "Það eru tvö mót eftir og hlutirnir geta breyst hratt, þannig að ég er fullur vonar og það eina sem við getum gert er að ná hastæðum úrslitum. Svo þurfum við smá heppni með það hvar keppinautar okkar lenda hvað sæti varðar. En við munum berjast og ekki gefast upp", sagði Vettel. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel hafi ekki verið mismunað hjá liðinu á keppnistímabilinu og báðir fái fullan stuðning liðsins. Horner segir að ummæli Mark Webber, ef rétt túlkuð í fjölmiðlum gætu sært menn innan liðsins, en Webber lét í veðri vaka í gær að Vettel væri í uppáhaldi hjá liðinu samkvæmt frétt á autosport.com. Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso, en Vettel er í fjórða sæti. Webber er 11 stigum á eftir Alonso, en Vettel 25 stigum þegar tvö mót eru eftir. Sumir telja að Red Bull eigi að setja allan kraft á bakvið Webber um helgina, þar sem hann eigi meiri möguleika á titlinum en Vettel, en Horner vill gæta jafnræðis á meðan báðir eiga möguleika á titli. Báðir ökumennirnir féllu úr leik í síðustu keppni, sem varð til þess að Alonso náði forystu í stigamótinu. Webber vildi samkvæmt frétt á autosport.com meina að það væri meiri stuðningur innan Red Bull við Vettel þar sem hann væri yngri að árum og gaf í skyn að gott væri að hann fengi sjálfur meiri stuðning í ljósi stöðunnar í stigakeppni ökumanna. Annars væri meiri hætta á því að missta titlil möguleikanna úr höndum Red Bull. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða, en McLaren Mercedes og Ferrari eru næst liðinu, auk þess sem báðir ökumenn liðsins eiga möguleika á titili ökumanna. "Hvað sem er best að gera varðandi möguleikanna í meistarakeppninni, þá munum við sjá á mánudag eftir mótið í Abu Dhabi, hvort hlutirnir voru rétt gerðir", sagði Webber meðal annars um málið. En á móti hugmyndum Webbers kemur að liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þó menn hafi komist upp með slíkt í gegnum tíðina. Sérstaklega á lokaspretti meistaramótsins. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og liðið í óvenjulegri stöðu og báðir ökumenn eru í keppni um titilinn. Það væri rangt af liðinu að mismuna ökumönnunum", sagði Horner um málið. Hann sagði eðlilegt að þegar liðsmenn innan sama liðs væru í samkeppni, að þá gæti menn verið tilfinningasamir. Horner gat þess líka í öðru viðtali að Red Bull myndi spila á stöðuna í stigamótinu, ef aðstæður krefðust þess þegar á hólminn er komið. Vettel tjáði sig líka um umrædd ummæli Webbers. "Það hafa allir sínar skoðanir, en í mínum huga þá höfum við báðir fengið sömu tækifæri á mótshelgum að standa okkur. Liðið færir okkur góðan bíl, þar sem við höfum getað slegist um sigra og að komast á verðlaunapall. Ég tel að það sé ekkert samsæri í gangi. Það er það síðasta sem ég hugsa", sagði Vettel. "Það eru tvö mót eftir og hlutirnir geta breyst hratt, þannig að ég er fullur vonar og það eina sem við getum gert er að ná hastæðum úrslitum. Svo þurfum við smá heppni með það hvar keppinautar okkar lenda hvað sæti varðar. En við munum berjast og ekki gefast upp", sagði Vettel.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira