Alonso varfærinn þrátt fyrir besta tíma 25. júní 2010 18:55 Fernando Alonso er á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni. Mynd: Getty Images Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira