Alonso varfærinn þrátt fyrir besta tíma 25. júní 2010 18:55 Fernando Alonso er á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni. Mynd: Getty Images Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira