Button vill verja meistaratitilinn 31. mars 2010 11:05 Jenson Button er í þriðja sæti í stigakeppninni eftir sigur í Ástralíu. Mynd: Getty Images Jenson Button er sérlega ánægður að hafa landað sigri í öðru móti sínu með McLaren, þar sem hann telur að önnur lið séu í raun með fljótari bíla en hans lið. Button varð meistari í fyrra með Brawn, sem nú heitir Mercedes. Á þeim bæ aka núna Michael Schumacher og Nico Rosberg, en Button ekur með Lewis Hamilton. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 31 stig, Felipe Massa er með 33 og Fernando Alonso 37 en þeir aka báðir Ferrari. „Aðeins 30% af þeim sem hafa orðið meistarar verja titilinn og það er aldrei auðvelt. Sérstaklega ekki gegn úrvali ökumanna sem nú eru að keppa. Við vildum allir vinna fyrsta mótið, því það hefur oft hent að sá sem vinnur fyrsta mótið verður meistari", sagði Button í spjalli á vefsvæði Autosport, en Fernando Alonso vann fyrsta mótið með Ferrrari. „Við erum ekki með mesta hraðann, ef við getum náð úrslitum eins og í Ástralíu, þá er það stórkostlegt. Það væri afrek að vinna annan titil í röð með nýju liði, en slíkt er ekki hægt að bóka strax. Næsta mót verður ekki auðvelt, það er mikið eftir, en vonandi hefur þessi sigur elft okkur sem lið." „Við erum ekki með fljótasta bílinn, en náðum í stigin. Vettel er með fljótasta bílinn, en gat ekki nýtt sér það. Vonandi verðum við brátt jafnfljótir eða fljótari. Við bætum bílinn fyrir næsta mót og hægt er að taka framúr á þeirri braut. Þegar bíll Vettls verður áreiðanlegur, þá verða hann erfiður viðureignar", sagði Button, en Vettel náði forystu í tveimur fyrstu mótunum, en bíll hans bilaði í báðum mótum sem kostaði hann sigra. Button keppir næst í Malasíu um páskahelgina á Sepang brautinni. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jenson Button er sérlega ánægður að hafa landað sigri í öðru móti sínu með McLaren, þar sem hann telur að önnur lið séu í raun með fljótari bíla en hans lið. Button varð meistari í fyrra með Brawn, sem nú heitir Mercedes. Á þeim bæ aka núna Michael Schumacher og Nico Rosberg, en Button ekur með Lewis Hamilton. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 31 stig, Felipe Massa er með 33 og Fernando Alonso 37 en þeir aka báðir Ferrari. „Aðeins 30% af þeim sem hafa orðið meistarar verja titilinn og það er aldrei auðvelt. Sérstaklega ekki gegn úrvali ökumanna sem nú eru að keppa. Við vildum allir vinna fyrsta mótið, því það hefur oft hent að sá sem vinnur fyrsta mótið verður meistari", sagði Button í spjalli á vefsvæði Autosport, en Fernando Alonso vann fyrsta mótið með Ferrrari. „Við erum ekki með mesta hraðann, ef við getum náð úrslitum eins og í Ástralíu, þá er það stórkostlegt. Það væri afrek að vinna annan titil í röð með nýju liði, en slíkt er ekki hægt að bóka strax. Næsta mót verður ekki auðvelt, það er mikið eftir, en vonandi hefur þessi sigur elft okkur sem lið." „Við erum ekki með fljótasta bílinn, en náðum í stigin. Vettel er með fljótasta bílinn, en gat ekki nýtt sér það. Vonandi verðum við brátt jafnfljótir eða fljótari. Við bætum bílinn fyrir næsta mót og hægt er að taka framúr á þeirri braut. Þegar bíll Vettls verður áreiðanlegur, þá verða hann erfiður viðureignar", sagði Button, en Vettel náði forystu í tveimur fyrstu mótunum, en bíll hans bilaði í báðum mótum sem kostaði hann sigra. Button keppir næst í Malasíu um páskahelgina á Sepang brautinni.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira