Scumacher: Get ekki keppt um titilinn 11. júní 2010 10:33 Michael Schumacher á röltinu með Felipe Massa, gömlum liðsfélaga frá Ferrari. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur sett stefnuna á titilsók árið 2011, þar sem hann telur titilvonir þessa árs frekar dræmar. Hann segir þó mörg mót eftir, en hann líti samt meira á tímabilið sem undirbúning fyrir næsta tímabil. Schumacher er 59 stigum á eftir Mark Webber sen hefur forystu í stigamótinu og hefur aldrei komist á verðlaunapall, en varð fjórði í síðustu keppni. Stigagjöfin er þó þannig að fyrir fyrsta sæti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15 fyrir þriðja, síðan 12 og 10 og færri stig fyrir næstu sæti, en 10 sæti gefa stig. Menn eru því fljótir að brúa bilið ef vel gengur. Í frétt á autosport.com segir Schumacher að hann hafi vonast eftir að keppa um titilinn í ár þegar tímabilið hófst. Bíll og búnaður Mercedes bjóðji hins vegar ekki upp á meira en raunin er í samkeppni við önnur lið. Mercedes er byggt upp á Brawn liðinu sem varð meistari í fyrra í keppni bílasmiða og ökumanna. "Ég tel ekki að ég sé í stöðu til að keppa um meistaratitilinn. Við erum að byggja upp fyrir næsta ár, en maður veit þó aldrei, það eru mörg stig í pottinum. Uppbygging liðsins gengur vel og ég er ánægður með samstarfið. Við erum ekki með rétta búnaðinn í augnablikinu og áttum ekki von á því efti æfingar í vetur", sagði Schumacher. Hann segist ekki hafa náð að upplifa sömu tilfinningu og þegar hann var upp á sitt besta. "Stundum ganga hlutirnir upp í mótum og ég stefni á að komast á gamlar slóðir. En það er margslungið verk að komast þangað og við erum að leita leiða að réttu marki", sagði Schumacher. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher hefur sett stefnuna á titilsók árið 2011, þar sem hann telur titilvonir þessa árs frekar dræmar. Hann segir þó mörg mót eftir, en hann líti samt meira á tímabilið sem undirbúning fyrir næsta tímabil. Schumacher er 59 stigum á eftir Mark Webber sen hefur forystu í stigamótinu og hefur aldrei komist á verðlaunapall, en varð fjórði í síðustu keppni. Stigagjöfin er þó þannig að fyrir fyrsta sæti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15 fyrir þriðja, síðan 12 og 10 og færri stig fyrir næstu sæti, en 10 sæti gefa stig. Menn eru því fljótir að brúa bilið ef vel gengur. Í frétt á autosport.com segir Schumacher að hann hafi vonast eftir að keppa um titilinn í ár þegar tímabilið hófst. Bíll og búnaður Mercedes bjóðji hins vegar ekki upp á meira en raunin er í samkeppni við önnur lið. Mercedes er byggt upp á Brawn liðinu sem varð meistari í fyrra í keppni bílasmiða og ökumanna. "Ég tel ekki að ég sé í stöðu til að keppa um meistaratitilinn. Við erum að byggja upp fyrir næsta ár, en maður veit þó aldrei, það eru mörg stig í pottinum. Uppbygging liðsins gengur vel og ég er ánægður með samstarfið. Við erum ekki með rétta búnaðinn í augnablikinu og áttum ekki von á því efti æfingar í vetur", sagði Schumacher. Hann segist ekki hafa náð að upplifa sömu tilfinningu og þegar hann var upp á sitt besta. "Stundum ganga hlutirnir upp í mótum og ég stefni á að komast á gamlar slóðir. En það er margslungið verk að komast þangað og við erum að leita leiða að réttu marki", sagði Schumacher.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira