Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni 26. apríl 2010 12:54 Fernando Alonso er bjartsæynn á gott gengi á árinu með Ferrari. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira