Hamilton nærri því að hætta 2009 8. mars 2010 11:00 Lewis Hamilton spáði í að hætta í fyrra eftir mistök í spjalli við dómarra mótsins í Ástralíu. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton. Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton.
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira