Ross Brawn seldi eignarhlut sinn til Mercedes 28. febrúar 2011 15:24 Michael Schumacher, Ross Brawn og Nico Rosberg á frumsýningu liðsins á 2011 bíl Mercedes. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Framkvæmdarstjóri Mercedes Formúlu 1 liðsins, Ross Brawn hefur selt hlut sinn í Mercedes liðinu til Mercedes og fjórir aðrir hluthafar hafa gert slíkt hið sama. Brawn verður áfram framkvæmdarstjóri liðsins, en ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg. Brawn, Nick Fry, Caroline McGrory, John Marsden og Nigel Kerr áttu 24.9% í Mercedes liðinu, eftir að Mercedes keypti vænan hlut í Brawn GP liðinu og stofnaði lið undir eigin merkjum. Fimmenningarnir héldu þessum hlut efir þau kaup. Brawn liðið hafði keypt búnað Honda liðsins árið 2009 og liðið varð fremur óvænt meistari bílasmiða árið 2009 og Jenson Button, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Brawn liðið notaði Mercedes vélar það ár. Mercedes keypti síðan stóran hlut í Brawn GP liðinu, nafninu var breytt og liðið keppti í fyrra sem Merdedes og hefur nú klárað yfirtökuna fullkomlega ásamt fyrirtækinu Arabar samkvæmt frétt í dag á autosport.com. "Við erum að fjárfesta í framtíð Formúlu 1 og það er ferli sem þarf að lærast", sagði Nober Haug hjá Mercedes um kaup Mercedes og Arabar á hlutum fimmenninganna. Haug sagði ekki í burðarliðnum að setja meira rekstrarfé í liðið í ljósi kaupanna. Haug segir Mercedes liðið nú þegar hafa næga peninga til að gera góða hluti. Mercedes bílaverksmiðjan útvegar McLaren og Force India keppnisvélar í Formúlu 1, auk þess að reka eigið keppnislið. Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Mercedes Formúlu 1 liðsins, Ross Brawn hefur selt hlut sinn í Mercedes liðinu til Mercedes og fjórir aðrir hluthafar hafa gert slíkt hið sama. Brawn verður áfram framkvæmdarstjóri liðsins, en ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg. Brawn, Nick Fry, Caroline McGrory, John Marsden og Nigel Kerr áttu 24.9% í Mercedes liðinu, eftir að Mercedes keypti vænan hlut í Brawn GP liðinu og stofnaði lið undir eigin merkjum. Fimmenningarnir héldu þessum hlut efir þau kaup. Brawn liðið hafði keypt búnað Honda liðsins árið 2009 og liðið varð fremur óvænt meistari bílasmiða árið 2009 og Jenson Button, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Brawn liðið notaði Mercedes vélar það ár. Mercedes keypti síðan stóran hlut í Brawn GP liðinu, nafninu var breytt og liðið keppti í fyrra sem Merdedes og hefur nú klárað yfirtökuna fullkomlega ásamt fyrirtækinu Arabar samkvæmt frétt í dag á autosport.com. "Við erum að fjárfesta í framtíð Formúlu 1 og það er ferli sem þarf að lærast", sagði Nober Haug hjá Mercedes um kaup Mercedes og Arabar á hlutum fimmenninganna. Haug sagði ekki í burðarliðnum að setja meira rekstrarfé í liðið í ljósi kaupanna. Haug segir Mercedes liðið nú þegar hafa næga peninga til að gera góða hluti. Mercedes bílaverksmiðjan útvegar McLaren og Force India keppnisvélar í Formúlu 1, auk þess að reka eigið keppnislið.
Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira