Ástand Robert Kubica jákvætt 23. febrúar 2011 15:48 Robert Kubica frá Póllandi í keppnisgalla Lotus Renault. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica frá Póllandi sem slasaðist alvarlega í rallkeppni á Ítalíu á dögunum, er kominn af gjörgæslu á spítalanum sem hann dvelur á og í endurhæfingu á samkvæmt frétt á autosport.com. Nick Heidfeld hefur verið ráðinn sem staðgengill Kubica hjá Lotus Renault liðinu, á meðan hann grær sára sinna. Kubica slasaðist illa á hægri hendi, auk þess að hljóta fleiri meiðsl, þegar vegrið gekk í gegnum miðjan rallbíl hans í keppni. Jakup Gerber aðstoðarökumaður hans slapp ómeiddur og báðir mega teljast heppnir að sleppa jafn vel og raun ber vitni. "Hann getur hreyft fingurnar lítillega og er með lítilsháttar tilfinningu í hendinni. Það sem er mikilvægast er að engin ígerð er í hendinni, sem var aðal áhyggjuefnið", sagði Igor Rosello, einn af læknum Kubica, en rætt var við hann í gær. "Ég sá hann í morgun og hann er nokkuð góðum málum og ástand hans er jákvætt ef miðað er við hvað hann gekk í gegnum um. Góðu fréttirnir eru þær að ástand hans hefur ekki orðið flóknara, eftir allar aðgerðirnar sem hann þurfti að fá. Hann er ekki lengur þjáður og sálrænt ástand er nokkuð gott. Hann vill ólmur hefja endurhæfingu sem fyrst." Rosello telur að Kubica verði a.m.k. á spítala næstu tvær vikurnar og eftir það verður ástand hans metið. Sjálfur hefur Kubica sagt að hann vilji komast í keppni á ný sem fyrst, samkvæmt frétt autosport.com. Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica frá Póllandi sem slasaðist alvarlega í rallkeppni á Ítalíu á dögunum, er kominn af gjörgæslu á spítalanum sem hann dvelur á og í endurhæfingu á samkvæmt frétt á autosport.com. Nick Heidfeld hefur verið ráðinn sem staðgengill Kubica hjá Lotus Renault liðinu, á meðan hann grær sára sinna. Kubica slasaðist illa á hægri hendi, auk þess að hljóta fleiri meiðsl, þegar vegrið gekk í gegnum miðjan rallbíl hans í keppni. Jakup Gerber aðstoðarökumaður hans slapp ómeiddur og báðir mega teljast heppnir að sleppa jafn vel og raun ber vitni. "Hann getur hreyft fingurnar lítillega og er með lítilsháttar tilfinningu í hendinni. Það sem er mikilvægast er að engin ígerð er í hendinni, sem var aðal áhyggjuefnið", sagði Igor Rosello, einn af læknum Kubica, en rætt var við hann í gær. "Ég sá hann í morgun og hann er nokkuð góðum málum og ástand hans er jákvætt ef miðað er við hvað hann gekk í gegnum um. Góðu fréttirnir eru þær að ástand hans hefur ekki orðið flóknara, eftir allar aðgerðirnar sem hann þurfti að fá. Hann er ekki lengur þjáður og sálrænt ástand er nokkuð gott. Hann vill ólmur hefja endurhæfingu sem fyrst." Rosello telur að Kubica verði a.m.k. á spítala næstu tvær vikurnar og eftir það verður ástand hans metið. Sjálfur hefur Kubica sagt að hann vilji komast í keppni á ný sem fyrst, samkvæmt frétt autosport.com.
Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira