Formúla 1

FIA styður ákvörðun um að keppa ekki í Barein

Starfsmaður á Barein brautinni í áhorfendastúkunni, sem ekki verður notuð í Formúlu 1 á næstu vikum.
Starfsmaður á Barein brautinni í áhorfendastúkunni, sem ekki verður notuð í Formúlu 1 á næstu vikum. Mynd: Getty Images/John Moores
FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu.

Segir í yfirlýsingu FIA að ákvörðun sé vegna náinnar samvinnu FIA, FOM (fyrirtæki sem Bernie Ecclestone stýrir), bílasambandsins í Barein og þeirra sem stjórna kappakstursbrautinni í Barein. FIA hefur yfirumsjón með mótshaldi í Formúlu 1 og dagskránni á ári hverju.

Ekki er ljóst enn sem komið er hvort mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu, en í tilkynningu FIA er talað um frestun, en ekki að mótinu hafi verið aflýst með öllu á árinu. Krónprins Barein óskaði eftir því  í dag að taka mótið af dagksrá 13. mars vegna ástandsins í landinu. Mikil spenna er innanlands í Barein eftir átök mótmælenda og yfirvalda.

Í frétt á autsport.com í dag segir Zayed Alzayani, formaður Barein brautarinnar;

"Okkur hlakkar til að bjóða lið, ökumenn og alla sem eru hluti af Formúlu 1 aftur til Barein í náinni framtíð. Barein mótið er tími fögnuðar og mótshaldið er stolt Barein og íbúa þess. Sýnir umheiminum vettvanginn. Ég vona að F1 og vinir okkar um heim allan skilji ákvörðunina á þessum erfiðu tímum", sagði Alzayani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×