Enski boltinn

Murphy vildi frekar fara til Boston en til Miami

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Troy Murphy í leik á móti Boston fyrr í vetur.
Troy Murphy í leik á móti Boston fyrr í vetur. Mynd/AP
Troy Murphy, fyrrverandi framherji Golden State Warriors, Indiana Pacers og New Jersey Nets, hefur ákveðið að semja við Boston Celtics og klára með þeim tímabilið. Hann var laus allra mála eftir að Golden State keypti upp saminginn hans á dögunum.

Murphy átti líka möguleika á því að semja við Miami Heat en valdi það frekar að fara til Doc Rivers og lærisveina hans í Boston. Murphy sem verður 31 árs í maí er 211 sm og 111 kg kraftframherji. Hann er hörku þriggja stiga skytta með 39 prósent þriggja stiga skotnýtingu á ferlinum.

New Jersey Nets skipti Murphy til Golden State í síðustu viku en Warriors vildu frekar kaupa upp samninginn heldur en að halda honum hjá félaginu.

Murphy fékk fá tækifæri hjá New Jersey Nets á þessu tímabili en hann var með 14,6 stig og 10,2 fráköst að meðaltali með Indiana Pacers á síðasta tímabili.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×