Vettel hóf titilvörnina með sigri 27. mars 2011 09:35 Sebastian Vettell náði strax forystu í mótinu í Melbourne og lét hana ekki af hendi í lokin. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira