Heidfeld telur Renault geta keppt við toppliðin 18. maí 2011 13:45 Sebastian Vettel og Nick Heidfeld á fréttamannafundinum eftir keppnina í Malasíu þar sem Heidfeld varð þriðji. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld hjá Renault telur að ef lið sitt nær betri árangri í tímatökum, þá geti það keppt við liðin sem eru ofar að stigum, en það eru Red Bull, McLaren og Ferrari. Heidfeld varð sjöundi í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Hann er með 21 stig í stigakeppni ökumanna eins og liðsfélaginn Vitaly Petrov, en sex ökumenn eru með fleiri stig. Þeir Renault félagar keppa á Spáni um helgina. „Keppnin í Istanbúl var góð og við náðum góðum hraða og ég tel að við höfum hraðann til að geta keppt við liðin sem eru framar. Ef okkur gengur vel í tímatökum, þá gefur það okkur færi á sunndögum. Það verður minn fókus núna", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá Renault. Renault liðið mun mæta með nýja hluti í bílum sínum fyrir mótið á Katalóníu brautinni á Spáni og Heidfeld telur að lið sitt nái áttum fljótt á brautinni, þar sem menn þekkja brautina vel. Hún var notuð til æfinga í vetur. Heidfeld telur það koma til góða að Renault bíllinn fer vel með dekkin í samanburði við aðra bíla. Aðspurður um hvort hann geti bætt stöðu sína í stigamótinu sagði Heidfeld: „Tímabilið núna krefst þess allir leggist á eitt hjá liðinu og ég mun einbeita mér að því að ná sem mestu út úr því, en það er of snemmt að tala um lokstöðuna í stigamótinu. Nico (Rosberg) er ekki nema stigi á eftir mér og Mercedes hefur bætt sig verulega í síðustu tveimur mótum. En við náðum jafnmörgum stigum í Tyrklandi, þannig að við getum verið á undan þeim. Ferrari er ekki langt í burtu, Felipe hefur verið á eftir mér í tveimur mótum og hann er ekki svo langt undan stigalega séð. Markmið mitt er að sækja á hann fljótlega", sagði Heidfeld. Petrov telur að mikilvægt hafi verið að þeir Heidfeld luku báðir síðustu keppni, sem þýðir að liðið fær mikið af upplýsingum varðandi dekkin og önnur tæknileg atriði. Hann telur að árekstur sem hann lenti í við Michael Schumacher í síðustu keppni hafi kostað hann tíma og stig. Þá telur Petrov gott að hann og Hedfeld séu að berjast um stigin og safna í sarpinn fyrir liðið og sagði eftirfarandi um möguleika liðsins: „Formúla 1 er aldrei eins, er alltaf að breytast. Breytist dag frá degi, þar sem lið búa til nýja hluti og vinna að öðrum þáttum. Red Bull liðið var fljótast í Tyrklandi, en McLaren vann mótið á undan. Við höfum verið þriðju fljótastir í tveimur mótum, þannig að hlutirnir eru aldrei eins. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist á tímabilinu. Allt er mögulegt. Við munum mæta með nýja hluti til að bæta bílinn á mótshelgum og einbeita okkur að hverju móti fyrir sig", sagði Petrov. Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld hjá Renault telur að ef lið sitt nær betri árangri í tímatökum, þá geti það keppt við liðin sem eru ofar að stigum, en það eru Red Bull, McLaren og Ferrari. Heidfeld varð sjöundi í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Hann er með 21 stig í stigakeppni ökumanna eins og liðsfélaginn Vitaly Petrov, en sex ökumenn eru með fleiri stig. Þeir Renault félagar keppa á Spáni um helgina. „Keppnin í Istanbúl var góð og við náðum góðum hraða og ég tel að við höfum hraðann til að geta keppt við liðin sem eru framar. Ef okkur gengur vel í tímatökum, þá gefur það okkur færi á sunndögum. Það verður minn fókus núna", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá Renault. Renault liðið mun mæta með nýja hluti í bílum sínum fyrir mótið á Katalóníu brautinni á Spáni og Heidfeld telur að lið sitt nái áttum fljótt á brautinni, þar sem menn þekkja brautina vel. Hún var notuð til æfinga í vetur. Heidfeld telur það koma til góða að Renault bíllinn fer vel með dekkin í samanburði við aðra bíla. Aðspurður um hvort hann geti bætt stöðu sína í stigamótinu sagði Heidfeld: „Tímabilið núna krefst þess allir leggist á eitt hjá liðinu og ég mun einbeita mér að því að ná sem mestu út úr því, en það er of snemmt að tala um lokstöðuna í stigamótinu. Nico (Rosberg) er ekki nema stigi á eftir mér og Mercedes hefur bætt sig verulega í síðustu tveimur mótum. En við náðum jafnmörgum stigum í Tyrklandi, þannig að við getum verið á undan þeim. Ferrari er ekki langt í burtu, Felipe hefur verið á eftir mér í tveimur mótum og hann er ekki svo langt undan stigalega séð. Markmið mitt er að sækja á hann fljótlega", sagði Heidfeld. Petrov telur að mikilvægt hafi verið að þeir Heidfeld luku báðir síðustu keppni, sem þýðir að liðið fær mikið af upplýsingum varðandi dekkin og önnur tæknileg atriði. Hann telur að árekstur sem hann lenti í við Michael Schumacher í síðustu keppni hafi kostað hann tíma og stig. Þá telur Petrov gott að hann og Hedfeld séu að berjast um stigin og safna í sarpinn fyrir liðið og sagði eftirfarandi um möguleika liðsins: „Formúla 1 er aldrei eins, er alltaf að breytast. Breytist dag frá degi, þar sem lið búa til nýja hluti og vinna að öðrum þáttum. Red Bull liðið var fljótast í Tyrklandi, en McLaren vann mótið á undan. Við höfum verið þriðju fljótastir í tveimur mótum, þannig að hlutirnir eru aldrei eins. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist á tímabilinu. Allt er mögulegt. Við munum mæta með nýja hluti til að bæta bílinn á mótshelgum og einbeita okkur að hverju móti fyrir sig", sagði Petrov.
Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira