Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra 10. maí 2011 00:01 Magnús við rafveiði í Þjórsá. Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra. Ágrip af erindi Magnúsar: „Þjórsá er annað vatnsmesta vatnsfall landsins á eftir Ölfusá. Í Þjórsá lifa allar þær fisktegundir sem algengar eru í fersku vatni á Íslandi, þ.e. lax, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Lax og urriði eru ríkjandi tegundir laxfiska í Þjórsá. Í Þjórsá ásamt þverám hennar er að finna einn af stærri laxastofnum landsins og talsverður stofn sjóbirtings gengur á vatnasvæðið. Þar eru einnig staðbundin bleikja og urriði. Samkvæmt mati á stærð og gæðum búsvæða fyrir lax á fiskgegnum svæðum á vatnasvæði Þjórsár er mestur hluti náttúrulegra laxa sem gengur á vatnasvæðið alinn upp í Þjórsá sjálfri. Miklar nytjar eru af veiði í Þjórsá en þar er einkum stunduð netaveiði. Í erindinu verður farið yfir lífssögu laxfiska í Þjórsá með sérstakri áherslu á lax og sjóbirting og göngur þeirra milli ferskvatns og sjávar." Magnús Jóhannsson er fæddur árið 1954. Hann lauk BS. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og cand scient prófi í vatnalíffræði, sérsvið; vistfræði vatnafiska, við Óslóarháskóla árið 1984. Magnús hefur starfað sem sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun frá árinu 1986. Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/) Frétt af veidimal.is. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra. Ágrip af erindi Magnúsar: „Þjórsá er annað vatnsmesta vatnsfall landsins á eftir Ölfusá. Í Þjórsá lifa allar þær fisktegundir sem algengar eru í fersku vatni á Íslandi, þ.e. lax, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Lax og urriði eru ríkjandi tegundir laxfiska í Þjórsá. Í Þjórsá ásamt þverám hennar er að finna einn af stærri laxastofnum landsins og talsverður stofn sjóbirtings gengur á vatnasvæðið. Þar eru einnig staðbundin bleikja og urriði. Samkvæmt mati á stærð og gæðum búsvæða fyrir lax á fiskgegnum svæðum á vatnasvæði Þjórsár er mestur hluti náttúrulegra laxa sem gengur á vatnasvæðið alinn upp í Þjórsá sjálfri. Miklar nytjar eru af veiði í Þjórsá en þar er einkum stunduð netaveiði. Í erindinu verður farið yfir lífssögu laxfiska í Þjórsá með sérstakri áherslu á lax og sjóbirting og göngur þeirra milli ferskvatns og sjávar." Magnús Jóhannsson er fæddur árið 1954. Hann lauk BS. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og cand scient prófi í vatnalíffræði, sérsvið; vistfræði vatnafiska, við Óslóarháskóla árið 1984. Magnús hefur starfað sem sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun frá árinu 1986. Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/) Frétt af veidimal.is.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði