Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum 23. maí 2011 17:30 Sergio Perez frá Mexíkó á fréttamannafundi á Spáni um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira