Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2011 15:13 Fossinn í Elliðaánum Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn. Það sáust þó laxar í Fossinum, Neðri-Móhyl og Teljarastreng, og þar af einn nokkuð vænn fyrir Elliðaárnar. Menn voru að skjóta á að hann væri 12-15 pund. Og við ósa Leirvogsár mátti líka greinilega sjá laxa stökkva við fjöruna í aðfallinu. Leirvogsá opnar 25. júní og það má klárlega reikna með að þeir sem opna ánna verði í fiski. Vatn í ánni er ágætt og vatnsstaðan almennt talin góð þannig að menn vona að þurrkurinn frá því í fyrra endurtaki sig ekki, en áin var suma dagana hálf óveiðanleg vegna þurrka og hita. Áin gaf 777 laxa í fyrra og það verður gaman að sjá hvort gefi meira í sumar en áin hafði alla burði til að fara yfir þessa tölu í fyrra ef veðrið hefði verið betra. Stangveiði Mest lesið Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Ytri Rangárnar bæta við sig Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn. Það sáust þó laxar í Fossinum, Neðri-Móhyl og Teljarastreng, og þar af einn nokkuð vænn fyrir Elliðaárnar. Menn voru að skjóta á að hann væri 12-15 pund. Og við ósa Leirvogsár mátti líka greinilega sjá laxa stökkva við fjöruna í aðfallinu. Leirvogsá opnar 25. júní og það má klárlega reikna með að þeir sem opna ánna verði í fiski. Vatn í ánni er ágætt og vatnsstaðan almennt talin góð þannig að menn vona að þurrkurinn frá því í fyrra endurtaki sig ekki, en áin var suma dagana hálf óveiðanleg vegna þurrka og hita. Áin gaf 777 laxa í fyrra og það verður gaman að sjá hvort gefi meira í sumar en áin hafði alla burði til að fara yfir þessa tölu í fyrra ef veðrið hefði verið betra.
Stangveiði Mest lesið Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Ytri Rangárnar bæta við sig Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði