Veiðitölur úr Veiðivötnum 2010, það styttist í opnun Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2011 14:45 Þeir geta verið tröllvaxnir í veiðivötnum Veiðisumarið 2010 var besta árið frá upphafi skráningar og slær út gamla metið frá síðasta ári. Alls veiddust 37369 fiskar. Þar af fengust 29713 fiskar á stöng (80%) og 7660 fiskar komu í net (20%). Alls veiddust 28837 fiskar á stangveiðitímanum 18. júní til 18. ágúst og 876 fiskar veiddust á stöng á netatímanum (20. ágúst - 20. september). Stangveiðin er heldur minni en á siðasta ári, sem nemur 508 fiskum. Á síðasta ári fengust 30221 fiskur á stöngina. Meðalþyngd fiska var umtalsvert hærri nú en í fyrra, 1.70 pd nú en 1.63 pd í fyrra. Stærsti fiskur sumarsins var dreginn úr Hraunvötnum og var 14.6 punda urriði. Stórir fiskar um og yfir 10 pund veiddust líka í Grænavatni, Ónefndavatni og í Litlasjó. Langmest veiddist í stangveiðinni í Litlasjó en þar komu 11204 urriðar á land sem er aukning frá fyrri árum. Meðalþyngdin þar var einnig mjög góð eða 2,50 pd. Vel veiddist einnig í Langavatni og Nýjavatni en þar var uppistaðan í aflanum smábleikja. Hraunvötn, Grænavatn, Snjóölduvatn og Stóra Fossvatn gáfu mjög góða veiði, en þar er veiðin urriði, nema í Snjóölduvatni þar sem einnig er bleikja. Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði
Veiðisumarið 2010 var besta árið frá upphafi skráningar og slær út gamla metið frá síðasta ári. Alls veiddust 37369 fiskar. Þar af fengust 29713 fiskar á stöng (80%) og 7660 fiskar komu í net (20%). Alls veiddust 28837 fiskar á stangveiðitímanum 18. júní til 18. ágúst og 876 fiskar veiddust á stöng á netatímanum (20. ágúst - 20. september). Stangveiðin er heldur minni en á siðasta ári, sem nemur 508 fiskum. Á síðasta ári fengust 30221 fiskur á stöngina. Meðalþyngd fiska var umtalsvert hærri nú en í fyrra, 1.70 pd nú en 1.63 pd í fyrra. Stærsti fiskur sumarsins var dreginn úr Hraunvötnum og var 14.6 punda urriði. Stórir fiskar um og yfir 10 pund veiddust líka í Grænavatni, Ónefndavatni og í Litlasjó. Langmest veiddist í stangveiðinni í Litlasjó en þar komu 11204 urriðar á land sem er aukning frá fyrri árum. Meðalþyngdin þar var einnig mjög góð eða 2,50 pd. Vel veiddist einnig í Langavatni og Nýjavatni en þar var uppistaðan í aflanum smábleikja. Hraunvötn, Grænavatn, Snjóölduvatn og Stóra Fossvatn gáfu mjög góða veiði, en þar er veiðin urriði, nema í Snjóölduvatni þar sem einnig er bleikja.
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði