Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada 3. júní 2011 12:22 Michael Schumacher og Sebastian Vettel ræða málin í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg. Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg.
Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira