Lífið

Helgi Björns er svo með´etta

Stappfullt var í Eldborg í Hörpu á 17. júní á tónleikum Helga Björns og gesta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Uppselt var á tónleikana viku eftir að miðasala hófst enda eftirvæntingin mikil að fá að heyra þessa tónlist þar sem ólíku meistararnir leiddu saman hesta sína.

Selja varð í sæti bak við sviðið og hefur sætanýting salarins aldrei verið fullnýtt í Hörpunni fyrr. Þegar fjölmennast var á sviðinu voru áttatíu manns að flytja tónlist: karlakór, strengjasveit, rokkhljómsveit, og söngstjörnur.

Svo rafmögnuð varð stemningin að þegar gestgjafinn Helgi Björns byrjaði að syngja lagið Brennið þið vitar, ....varð brunakerfi hússins nóg boðið og hóf einnig upp raust sína.

Stærsti kór landsins söng sig svo inn í bjarta sumarnóttina, þegar samtals 1623 gestir tónleikanna stóðu upp og sungu saman þjóðsönginn.

Sjá myndir frá tónleikunum í meðfylgjandi myndasafni.

Frítt prinsessu dagkrem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×