Lífið

Loksins var haldið almennilegt partý

Ellý Ármannsdóttir skrifar
Félag tónskálda og textahöfunda hélt ógleymanlegt partý í húsakynnum FTT á Laufásvegi síðasta föstudag. Gleðskapurinn fór fram eftir árlega garðveislu FTT sem haldin var í Hljómskálagarðinum fyrr um kvöldið.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar Hjálmar Hjálmarsson kynnti Erp Eyvindarson og Helga Björnsson til leiks áður en þeir sungu með gestum lagið Ég er kominn heim.

Þá má sjá Árna Pál Árnason, Ólaf Pál Gunnarsson, Jón Kaldal, Kolfinnu Baldvinssdóttur, Karl Sigurðsson í Baggalút, Jón Ólafsson og fleiri gesti sem gæddu sér meðal annars á grilluðum eðalhamborgurum sem boðið var upp á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×