Hamilton: Ók með heilanum og hjartanu 24. júlí 2011 16:43 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í dag. AP mynd: Jens Meyer Lewis Hamilton var kampakátur eftir að hafa unnið Formúlu 1 mótið á Nürburgring í dag með McLaren. „Allir sigrar eru sérstakir, en eftir allt umstangið og undirbúnining liðsins fyrir mótið í dag, þá er þessi sigur enn sérstakari en ella", sagði Hamilton eftir mótið í dag. Hann háði harða keppni við Mark Webber á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari um sigurinn. „Ég var búinn að segja að ég ætlaði að taka eitt mót í einu og það var því verulega jákvætt að vinna. En það er mikið eftir af tímabilinu og nú reynir á þolgæðin og hraðann héðan í frá." „Ég var á ystu nöf hring eftir hring og reyndi að aka fullkomlega, en um leið af krafti. Mér fannst margt af því sem ég gerði í dag með því nákvæmara sem ég hef sýnt í akstri. Það var gott að geta ekið með heilanum og hjartanu á hárréttan hátt og það er mjög gefandi." „Slagurinn um meistaratitilinn verður harður, en við erum mættir í slaginn. Ég vona að við getum haldið slagkraftinum áfram", sagði Hamilton, sem hefur færst upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber á Red Bull. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton var kampakátur eftir að hafa unnið Formúlu 1 mótið á Nürburgring í dag með McLaren. „Allir sigrar eru sérstakir, en eftir allt umstangið og undirbúnining liðsins fyrir mótið í dag, þá er þessi sigur enn sérstakari en ella", sagði Hamilton eftir mótið í dag. Hann háði harða keppni við Mark Webber á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari um sigurinn. „Ég var búinn að segja að ég ætlaði að taka eitt mót í einu og það var því verulega jákvætt að vinna. En það er mikið eftir af tímabilinu og nú reynir á þolgæðin og hraðann héðan í frá." „Ég var á ystu nöf hring eftir hring og reyndi að aka fullkomlega, en um leið af krafti. Mér fannst margt af því sem ég gerði í dag með því nákvæmara sem ég hef sýnt í akstri. Það var gott að geta ekið með heilanum og hjartanu á hárréttan hátt og það er mjög gefandi." „Slagurinn um meistaratitilinn verður harður, en við erum mættir í slaginn. Ég vona að við getum haldið slagkraftinum áfram", sagði Hamilton, sem hefur færst upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber á Red Bull.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira