Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2011 14:38 Halldór Gunnarsson með boltableikju úr Kleifarvatni Mynd af www.veidikortid.is Þessa frétt fengum við hjá Veiðikortinu, "Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus. Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg)". Veiðivísir hefur heyrt af nokkrum sem hafa gert fína veiði í vatninu en menn hafa verið afskaplega tregir við að gefa upplýsingar hvar þeir hafa verið að veiða þessa fiska. Einn veiðimaður var þó allkátur með að deila með okkur sínum bestu stöðum, en hann sagðist veiða mest í suðurenda vatnsins og nota mest þyngdar púpur með kúluhaus. Suma daga hefur mikið af bleikju verið við botninn en minna aðra daga. Þegar lægir á kvöldin sjást stundum vakir um allt vatn og oft alveg upp við bakkana. Hann segir að galdurinn sé að veiða annað hvort eldsnemma eða á kvöldin, það sé í það minnsta það sem hefur skilað honum bestri veiði. Það má minnast á það að í síðustu ferð þessa ágæta veiðimanns fékk hann 24 bleikjur á einni kvöldstund við vatnið. Ekki amalegt það. Fréttin og myndin er birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði
Þessa frétt fengum við hjá Veiðikortinu, "Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus. Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg)". Veiðivísir hefur heyrt af nokkrum sem hafa gert fína veiði í vatninu en menn hafa verið afskaplega tregir við að gefa upplýsingar hvar þeir hafa verið að veiða þessa fiska. Einn veiðimaður var þó allkátur með að deila með okkur sínum bestu stöðum, en hann sagðist veiða mest í suðurenda vatnsins og nota mest þyngdar púpur með kúluhaus. Suma daga hefur mikið af bleikju verið við botninn en minna aðra daga. Þegar lægir á kvöldin sjást stundum vakir um allt vatn og oft alveg upp við bakkana. Hann segir að galdurinn sé að veiða annað hvort eldsnemma eða á kvöldin, það sé í það minnsta það sem hefur skilað honum bestri veiði. Það má minnast á það að í síðustu ferð þessa ágæta veiðimanns fékk hann 24 bleikjur á einni kvöldstund við vatnið. Ekki amalegt það. Fréttin og myndin er birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins
Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði