Lífið

Fjölmenni á Reykjavík Runway

elly@365.is skrifar
myndir/elly@365.is
Reykjavik Runway stóð fyrir glæsilegu úrslitakvöldi í fatahönnunarkeppni í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi.

Fjórir hönnuðir voru valdir í úrslit í keppninni; þær Eygló Margrét Lárusdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, og Rosa Denise Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir og sigurvegarinn, Harpa Einarsdóttir.

Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið verður áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá gesti og Dorrit Moussaieff afhenda Hörpu verðlaunin.


Tengdar fréttir

Harpa Einars sigraði

Ég er bara rosalega þakklát að fá þetta tækifæri, segir Harpa Einarsdóttir meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði en hún sigraði fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gær. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið verður áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir frá Reykjavík Runway.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×