Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá? Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2011 11:38 Mynd: Karl Lúðvíksson Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði. Það hefur verið gott hlutfall tveggja ára laxa í ánni og göngur mjög jafnar alveg frá opnun. Bleikjuveiðin á silungasvæðinu hefur líka verið ágæt og sumir hafa líka sett í laxa á því svæði þegar laxinn fer þar í gegn á leið sinni upp í Breiðdalsá. Bleikjan hefur verið væn og kemur vel haldin úr sjó. Við ætlum að skjóta á að það verði nýtt met slegið í ánni þetta sumarið og að áin endi í ca. 1200 löxum. Stangveiði Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði
Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði. Það hefur verið gott hlutfall tveggja ára laxa í ánni og göngur mjög jafnar alveg frá opnun. Bleikjuveiðin á silungasvæðinu hefur líka verið ágæt og sumir hafa líka sett í laxa á því svæði þegar laxinn fer þar í gegn á leið sinni upp í Breiðdalsá. Bleikjan hefur verið væn og kemur vel haldin úr sjó. Við ætlum að skjóta á að það verði nýtt met slegið í ánni þetta sumarið og að áin endi í ca. 1200 löxum.
Stangveiði Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði