Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull 24. ágúst 2011 17:05 Mark Webber í þjónustuhléi í síðustu keppni. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber. Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber.
Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti