Hörkuskot í Þrasatarlundi Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2011 14:57 Mynd af www.svfr.is Stöng sem veiddi Þrastalundarsvæðið í Soginu í gær setti í fjórtán laxa og landaði tíu. Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á eina stöng á svæðinu. Allir laxarnir sem fengust tóku í Kúagili, sem er efsti veiðistaðurinn á svæðinu. Sjö þeirra voru fengnir á flugu, en þrír á spón. Um var að ræða fallega laxa á bilinu 58-75cm. Þess má geta að fyrir skömmu kom á land stærsti laxinn sem við höfum heyrt af úr Soginu. Vóg hann 10.2 kíló, og veiddur í Kúagili fyrir landi Þrastalundar. Það skal ítrekað við veiðimenn að skrá aflann í veiðibók, en sem dæmi um vitleysuna þá eru aðeins skráðir 23 laxar í veiðibók! Og athugið að það eru laus leyfi á heimasíðu SVFR. Birt með góðfúlsegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði
Stöng sem veiddi Þrastalundarsvæðið í Soginu í gær setti í fjórtán laxa og landaði tíu. Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á eina stöng á svæðinu. Allir laxarnir sem fengust tóku í Kúagili, sem er efsti veiðistaðurinn á svæðinu. Sjö þeirra voru fengnir á flugu, en þrír á spón. Um var að ræða fallega laxa á bilinu 58-75cm. Þess má geta að fyrir skömmu kom á land stærsti laxinn sem við höfum heyrt af úr Soginu. Vóg hann 10.2 kíló, og veiddur í Kúagili fyrir landi Þrastalundar. Það skal ítrekað við veiðimenn að skrá aflann í veiðibók, en sem dæmi um vitleysuna þá eru aðeins skráðir 23 laxar í veiðibók! Og athugið að það eru laus leyfi á heimasíðu SVFR. Birt með góðfúlsegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði