Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin 28. september 2011 11:37 Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en fyrsta Formúlu 1 mótið í landinu fer fram í lok október. MYND: MCLAREN F1 Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið. Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið.
Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira