Lífið

Ritstjóri Spegill.is skrifar konubók

elly@365.is skrifar
Ég hef búið á Spáni í bráðum átta ár, í litlu spænsku sveitaþorpi. Þegar ég settist við að skrifa söguna um Níní, þá langaði mig að fanga þá lífsreynslu og koma henni til skila. Menningunni, fólkinu og lífinu sem auðvitað er um margt frábrugðið íslensku borgarlífi, segir Steinunn Fjóla Jónsdóttir rithöfundur spurð út í Níní, nýútkomna bók eftir hana.

Ég bjó mér því til persónur og litla sögu og ég held að mér hafi tekist ágætlega upp. Allavega er bókin komin á prent. Ég er íslenskukennari að mennt en á litla loftinu mínu fyrir sunnan vinn ég við skriftir og þýðingar, ritstýri spegill.is og hugsa um stelpurnar mínar þrjár. Ég held að sagan um Níní eigi erindi við konur fyrst og fremst, að hún sé konubók. Strákarnir hefðu þó gott af lesningunni líka, segir Steinunn Fjóla.

Meðfylgjandi má sjá myndir frá útgáfuhófi Níní og myndband þar sem höfundur les upp úr bókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.