Lífið

Þorvaldur Davíð andlit nýs herrailms

Meðfylgjandi má sjá myndir úr herferð á nýja herrailminum VJK Vatnajökull frá Gyðju.

Um er að ræða annað ilmvatnið frá íslenska framleiðandanum Gyðja Collection en fyrsti ilmurinn sem bar nafnið EFJ Eyjafjallajökull by Gyðja var settur á markað hér á landi fyrir síðustu jól.

Þegar við hófum framleiðslu á herrailminum fóru í gang miklar pælingar hvaða karlmaður yrði andlit ilmsins. Það er enginn annar en sjarmurinn og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem varð fyrir valinu. Hann hefur tekið að sér að vera andlit herrailmsins VJK Vatnajökull, segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Gyðju Collection ánægð með valið.

Upphaf á kynningarviku nýja ilmsins hófst í dag en VJK Vatnajökull verður formlega afhjúpaður upp á jökli í viðurvist björgunarsveitarmanna. Við vorum ferjuð upp á jökul á þyrlu frá Norðurflugi og snjóbílum frá Björgunarsveitinni Landsbjörg. Ilmurinn fer svo í sölu á morgun á helstu sölustöðum, segir Sigrún Lilja

Forsvarsmenn Gyðju stofnuðu styrktarsjóð sem er sérstaklega ætlaður fyrir konur í björgunarsveitum og rennur hluta af ágóða dömuilmsins í þennan hvatningarsjóð. Upp á jökli var einnig undirritaður samnigur við Björgurnarsveitina Landsbjörg um að hluti af ágóða herrailmsins VJK Vatnajökuls renni í sjóðinn. Markmið sjóðsins verður að styrkja konur í björgunarsveitum til að afla sér menntunar á sviði björgunarmála, vekja athygli á þátttöku kvenna í starfi björgunarsveita og um leið hvetja aðrar konur að ganga í björgunarsveitir, segir Sigrún Lilja.

Meðfylgjandi má líka sjá myndband sem tekið var í myndatökunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×