Vettel vill verja titilinn á næsta ári 5. desember 2011 17:30 Sebastian Vettel og Michael Schumacher í veifa til áhorfenda í kappaksturskeppni meistaranna ( Race of Champions) í Þýskalandi á laugardaginn. AP MYND: Martin Meissner Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða. Vettel var kjörinn alþjóðlegur kappakstursmaður ársins af lesendum Autosport, sem er sérhæft breskt kappaksturstímarit og fyrirtækið á bakvið það er einnig með vefsíðuna autosport.com. Tók Vettel við bikar vegna kjörsins á sérstakri athöfn í London í gærkvöldi, þar sem fleiri ökumenn fengu bikar fyrir aðra flokka, m.a. var Jenson Button valinn bestur breskra kappakstursökumanna. Auk þess að mæta á verðlaunaafhendinguna þá keppti Vettel um helgina í keppni meistaranna (Race of Champions), sem fór fram á malbikaðri samhliða kappakstursbraut á fótboltaleikvangi í Þýskalandi. Vettel fagnaði sigri í keppni á milli landa á laugardaginn og ók fyrir hönd Þýskalands ásamt Michael Schumacher. Vettel keppti líka í einstaklingskeppninni daginn eftir, en komst ekki í lokaúrslitin, en rallökumaðurinn Sebastian Olgier vann einstaklingskeppnina. Eftir mótið í Þýskalandi fór Vettel á verðalaunaafhendingu Autosport í London. Vettel vann ellefu mót á Formúlu 1 keppnistímabilinu og náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. „Sögulega séð hafa ekki verið mörg tímabil eins og á þessu ári. Við munum leggja okkur alla fram og reyna að gera betur en í ár. Það verður erfitt þar sem við höfum gert fá mistök og það er ekki auðvelt þegar maður fer á ystu nöf. En auðvitað hlakkar okkur til næsta árs", sagði Vettel umn Formúlu 1 tímabilið á verðlaunafhendingu Autosport í gærkvöldi, en sagt var frá henni í frétt á autosport.com. „Núna hlakkar okkur til þess að fá frí, síðan til næsta árs og samkeppninnar og þegar maður ræsir af stað þá verður markmiðið að vinna. Okkur hefur gengið sérstaklega vel síðustu tvö ár og það yrði furðulegt að fara inn í tímabilið og segja að við viljum bara ná í stig. Það er ljóst að við viljum verja titilinn." „Maður byrjar aldrei tímabil til að ná minni árangri en árið áður. Það eru hlutir sem við náðum ekki 100% á þessu ári. Það komu upp mistök sem við getum lært af og vonandi gerum við það. Vafalaust verður samkeppnin meiri og við höfum séð, sérstaklega hvað varðar McLaren í lok ársins, að Button og Hamilton hafa verið öflugir. Þetta verður því enginn leikur og ég tel ekki að það hafi verið það í ár." Vettel vildi ekki meina að liðið hefði haft yfirburðarbíl í ár, en að Red Bull liðið hefði betur saman en árið áður, en Vettel varð meistari ökumanna í fyrra líka og Red Bull liðið meistari bílasmiða. Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 KA fær lykilmann úr Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða. Vettel var kjörinn alþjóðlegur kappakstursmaður ársins af lesendum Autosport, sem er sérhæft breskt kappaksturstímarit og fyrirtækið á bakvið það er einnig með vefsíðuna autosport.com. Tók Vettel við bikar vegna kjörsins á sérstakri athöfn í London í gærkvöldi, þar sem fleiri ökumenn fengu bikar fyrir aðra flokka, m.a. var Jenson Button valinn bestur breskra kappakstursökumanna. Auk þess að mæta á verðlaunaafhendinguna þá keppti Vettel um helgina í keppni meistaranna (Race of Champions), sem fór fram á malbikaðri samhliða kappakstursbraut á fótboltaleikvangi í Þýskalandi. Vettel fagnaði sigri í keppni á milli landa á laugardaginn og ók fyrir hönd Þýskalands ásamt Michael Schumacher. Vettel keppti líka í einstaklingskeppninni daginn eftir, en komst ekki í lokaúrslitin, en rallökumaðurinn Sebastian Olgier vann einstaklingskeppnina. Eftir mótið í Þýskalandi fór Vettel á verðalaunaafhendingu Autosport í London. Vettel vann ellefu mót á Formúlu 1 keppnistímabilinu og náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. „Sögulega séð hafa ekki verið mörg tímabil eins og á þessu ári. Við munum leggja okkur alla fram og reyna að gera betur en í ár. Það verður erfitt þar sem við höfum gert fá mistök og það er ekki auðvelt þegar maður fer á ystu nöf. En auðvitað hlakkar okkur til næsta árs", sagði Vettel umn Formúlu 1 tímabilið á verðlaunafhendingu Autosport í gærkvöldi, en sagt var frá henni í frétt á autosport.com. „Núna hlakkar okkur til þess að fá frí, síðan til næsta árs og samkeppninnar og þegar maður ræsir af stað þá verður markmiðið að vinna. Okkur hefur gengið sérstaklega vel síðustu tvö ár og það yrði furðulegt að fara inn í tímabilið og segja að við viljum bara ná í stig. Það er ljóst að við viljum verja titilinn." „Maður byrjar aldrei tímabil til að ná minni árangri en árið áður. Það eru hlutir sem við náðum ekki 100% á þessu ári. Það komu upp mistök sem við getum lært af og vonandi gerum við það. Vafalaust verður samkeppnin meiri og við höfum séð, sérstaklega hvað varðar McLaren í lok ársins, að Button og Hamilton hafa verið öflugir. Þetta verður því enginn leikur og ég tel ekki að það hafi verið það í ár." Vettel vildi ekki meina að liðið hefði haft yfirburðarbíl í ár, en að Red Bull liðið hefði betur saman en árið áður, en Vettel varð meistari ökumanna í fyrra líka og Red Bull liðið meistari bílasmiða.
Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 KA fær lykilmann úr Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira