Lífið

Konur í nýsköpun koma saman

elly@365.is skrifar
myndir/hulda hreiðarsdóttir
Desember hittingur Korku-kvenna fór fram í vikunni á myndlistarsýningu Muses.is í gömlu Sanitas verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Þar fræddust konurnar um markaðssetningu á internetinu hjá Maríönnu Friðjónsdóttur og Stjána Gunnars hjá Kosmos og Kaos.

Skoða myndir hér.

Korku-konur, sem er félagsskapur kvenna í nýsköpun og sprotafyrirtækjum, hittast einu sinni í mánuði þar sem þær leggja áherslu á fræðslu, eflingu tengslanetsins ásamt því að gæða sér á ýmsu góðgæti í leiðinni.

Þessa helgi er síðasta sýningarhelgi Muses.is en alls eru 18 myndlistarmenn úr íslenskri grasrót með verk á sýningunni. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-17:00. Frítt inn.

Korka - konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×