Hamilton og Button bjartsýnir og ástríðufullir á nýjum bíl 4. febrúar 2011 13:24 Lewis Hamilton á Jenson Button við nýja McLaren bílinn. Mynd: Getty Images/Joern Polex McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira