Ný keppnisdekk sögð auka skemmtanagildið í Formúlu 1 14. febrúar 2011 15:42 Jenson Button á æfingu á Pirelli dekkjum á Jerez brautinni. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Pirelli dekkjaframleiðandinn sér öllum Formúlu 1 liðum fyrir dekkjum á þessu ári, en Bridgestone ákvað að draga sig í hlé frá íþróttinni, eftir margra ára samstarf við keppnisliðin og umsjónaraðila Formúlu 1 mótaraðarinnar. Ökumenn hafa æft sig á Pirelli dekkjunum af kappi á tveimur brautum til þessa, á æfingum Formúlu 1 liða. Þeir aka í Barcelona á n.k. föstudag, en voru síðast á Jerez brautinni á Spáni. F1.com greinir frá ummælum Hembrey hjá Pirelli og Jenson Button hjá McLaren um dekkjamálin í ár "Við höfum lært það upp á síðkastið og trúum því að við eigum eftir að sjá tvö þjónustuhlé í hverri keppni, sem augljóslega gætu orðið eitt á sumum brautum og þrjú á öðrum, eftir einstökum bílum og karakter brautanna", sagði Paul Hembrey, sem er yfir málum Pirelli í Formúlu 1. Mörg lið lentu í því á æfingum að tvö af mýkstu dekkjafbrigðum Pirelli eyddust hratt og tímarnir í hverjum hring slöknuðu verulega eftir fyrstu einn eða tvo hringina á slíkum dekkjum. Það er hinsvegar markmið Pirelli að ökumenn og lið þurfi að fara vel með dekkin og spá vel í keppnisáætlanir. "Margir ökumenn hafa minnst á það að dekkin okkar verði hin besta skemmtun að keppa á, sem er nákvæmlega það sem við stefndum á", sagði Hembrey. Jenson Button telur að allir eigi eftir að kunna meta breytingarnar í dekkjamálum í ár, frá fyrra ári. "Það er mikill munur á milli einstakra dekkjafbrigða (hjá Pirelli). Ekki aðeins hvað tímann í hverjum hring varðar, heldur líka hvað varðar slit og endingu. Það verður skemmtilegt fyrir kappaksturinn, að ég tel, og það er það sem allir vildu. Sjónvarpsáhorfendur munu vita mismuninn á dekkjunum", sagði Button. Pirelli ætlar að mæta með breytta útgáfu af tveimur mýkstu dekkja afbrigðunum í ljósi upplýsinga frá keppnisliðunum eftir reynslu þeirra af dekkjunum. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pirelli dekkjaframleiðandinn sér öllum Formúlu 1 liðum fyrir dekkjum á þessu ári, en Bridgestone ákvað að draga sig í hlé frá íþróttinni, eftir margra ára samstarf við keppnisliðin og umsjónaraðila Formúlu 1 mótaraðarinnar. Ökumenn hafa æft sig á Pirelli dekkjunum af kappi á tveimur brautum til þessa, á æfingum Formúlu 1 liða. Þeir aka í Barcelona á n.k. föstudag, en voru síðast á Jerez brautinni á Spáni. F1.com greinir frá ummælum Hembrey hjá Pirelli og Jenson Button hjá McLaren um dekkjamálin í ár "Við höfum lært það upp á síðkastið og trúum því að við eigum eftir að sjá tvö þjónustuhlé í hverri keppni, sem augljóslega gætu orðið eitt á sumum brautum og þrjú á öðrum, eftir einstökum bílum og karakter brautanna", sagði Paul Hembrey, sem er yfir málum Pirelli í Formúlu 1. Mörg lið lentu í því á æfingum að tvö af mýkstu dekkjafbrigðum Pirelli eyddust hratt og tímarnir í hverjum hring slöknuðu verulega eftir fyrstu einn eða tvo hringina á slíkum dekkjum. Það er hinsvegar markmið Pirelli að ökumenn og lið þurfi að fara vel með dekkin og spá vel í keppnisáætlanir. "Margir ökumenn hafa minnst á það að dekkin okkar verði hin besta skemmtun að keppa á, sem er nákvæmlega það sem við stefndum á", sagði Hembrey. Jenson Button telur að allir eigi eftir að kunna meta breytingarnar í dekkjamálum í ár, frá fyrra ári. "Það er mikill munur á milli einstakra dekkjafbrigða (hjá Pirelli). Ekki aðeins hvað tímann í hverjum hring varðar, heldur líka hvað varðar slit og endingu. Það verður skemmtilegt fyrir kappaksturinn, að ég tel, og það er það sem allir vildu. Sjónvarpsáhorfendur munu vita mismuninn á dekkjunum", sagði Button. Pirelli ætlar að mæta með breytta útgáfu af tveimur mýkstu dekkja afbrigðunum í ljósi upplýsinga frá keppnisliðunum eftir reynslu þeirra af dekkjunum.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira