Friður fáist til að ljúka viðræðum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 24. janúar 2011 08:08 Meirihluti þjóðarinnar, nærri tveir af hverjum þremur, vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið ljúki með samningi sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var um miðja síðustu viku. Í sömu skoðanakönnun var spurt um fylgi flokka. Ekki vildi nema rétt rúmur helmingur taka afstöðu til þess hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga en þegar kom að spurningunni um áframhald viðræðna um Evrópusambandsaðild tóku 87,5 prósent aðspurðra afstöðu. Nærri því níu af hverjum tíu taka afstöðu til þessarar spurningar, sem gerir niðurstöðuna enn afdráttarlausari en ella. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar segir ekki til um það hvort svarendur eru hlynntir Evrópusambandsaðild eða ekki. Þessir tveir þriðju hlutar svarenda eru bara afdráttarlaust hlynntir þeim lýðræðislega framgangi mála að viðræðurnar fái að hafa sinn gang og ljúka með samningi sem lagður verði í dóm þjóðarinnar. Þetta er enda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og samþykktar meirihluta alþingismanna sumarið 2009. Vonandi munu stjórnarandstöðuþingmenn, bæði innan og utan ríkisstjórnarflokka, hlýða á þessi skilaboð og taka mark á þeim. Næg eru verkefnin þótt ekki sé þrefað um að aðildarviðræðum við ESB verði hætt í miðju kafi. Það er í það minnsta ljóst að þeir þingmenn sem það gera tala ekki máli meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem tala fyrir slitum aðildarviðræðna gera það vissulega í umboði um helmings kjósenda sinna, minnkandi hóps þó, samkvæmt skoðanakönnuninni. Vinstri grænir þingmenn sem tala fyrir slitum á viðræðum hafa samkvæmt könnuninni innan við 33 prósent kjósenda flokksins á bak við sig en meðal þeirra sem segjast mundu kjósa Vinstrihreyfinguna - grænt framboð ef gengið yrði til kosninga nú hefur stuðningur við áframhald aðildarviðræðna aukist mest frá því að síðast var spurt sömu spurningar, í skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðinn. Vissulega eru sterkir og valdamiklir hagsmunahópar og -samtök sem ekki virðast kæra sig um að þjóðin fái að sjá hvað samningur um aðild að Evrópusambandinu felur í sér, til dæmis bæði samtök útgerðarmanna og bænda. Þessir hópar hafa býsna hátt og má velta því fyrir sér hver sé ástæða þess að þeim er svo umhugað um að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu líti ekki dagsins ljós, að kjósendur fái ekki að sjá niðurstöðu aðildarviðræðna og taka á þeim grundvelli afstöðu til aðildar. Þessi sjónarmið eiga sér síðan fleiri talsmenn í hópi þingmanna en ætla mætti miðað við afstöðu almennra kjósenda. Þessir þingmenn mættu eyða kröftum sínum í uppbyggilegri hluti en karp um slit á aðildarviðræðum. Hvers vegna óttast þeir að þjóðin fái að velja á grundvelli fyrirliggjandi samnings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Meirihluti þjóðarinnar, nærri tveir af hverjum þremur, vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið ljúki með samningi sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var um miðja síðustu viku. Í sömu skoðanakönnun var spurt um fylgi flokka. Ekki vildi nema rétt rúmur helmingur taka afstöðu til þess hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga en þegar kom að spurningunni um áframhald viðræðna um Evrópusambandsaðild tóku 87,5 prósent aðspurðra afstöðu. Nærri því níu af hverjum tíu taka afstöðu til þessarar spurningar, sem gerir niðurstöðuna enn afdráttarlausari en ella. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar segir ekki til um það hvort svarendur eru hlynntir Evrópusambandsaðild eða ekki. Þessir tveir þriðju hlutar svarenda eru bara afdráttarlaust hlynntir þeim lýðræðislega framgangi mála að viðræðurnar fái að hafa sinn gang og ljúka með samningi sem lagður verði í dóm þjóðarinnar. Þetta er enda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og samþykktar meirihluta alþingismanna sumarið 2009. Vonandi munu stjórnarandstöðuþingmenn, bæði innan og utan ríkisstjórnarflokka, hlýða á þessi skilaboð og taka mark á þeim. Næg eru verkefnin þótt ekki sé þrefað um að aðildarviðræðum við ESB verði hætt í miðju kafi. Það er í það minnsta ljóst að þeir þingmenn sem það gera tala ekki máli meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem tala fyrir slitum aðildarviðræðna gera það vissulega í umboði um helmings kjósenda sinna, minnkandi hóps þó, samkvæmt skoðanakönnuninni. Vinstri grænir þingmenn sem tala fyrir slitum á viðræðum hafa samkvæmt könnuninni innan við 33 prósent kjósenda flokksins á bak við sig en meðal þeirra sem segjast mundu kjósa Vinstrihreyfinguna - grænt framboð ef gengið yrði til kosninga nú hefur stuðningur við áframhald aðildarviðræðna aukist mest frá því að síðast var spurt sömu spurningar, í skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðinn. Vissulega eru sterkir og valdamiklir hagsmunahópar og -samtök sem ekki virðast kæra sig um að þjóðin fái að sjá hvað samningur um aðild að Evrópusambandinu felur í sér, til dæmis bæði samtök útgerðarmanna og bænda. Þessir hópar hafa býsna hátt og má velta því fyrir sér hver sé ástæða þess að þeim er svo umhugað um að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu líti ekki dagsins ljós, að kjósendur fái ekki að sjá niðurstöðu aðildarviðræðna og taka á þeim grundvelli afstöðu til aðildar. Þessi sjónarmið eiga sér síðan fleiri talsmenn í hópi þingmanna en ætla mætti miðað við afstöðu almennra kjósenda. Þessir þingmenn mættu eyða kröftum sínum í uppbyggilegri hluti en karp um slit á aðildarviðræðum. Hvers vegna óttast þeir að þjóðin fái að velja á grundvelli fyrirliggjandi samnings?
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun