Ber í sér vellíðan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2011 10:00 Sigurlína reynir jafnan að eiga hráefni í þessa köku sem hún á sjálf hugmynd að og getur gert með litlum fyrirvara. Vísir/Vilhelm Sigurlína Davíðsdóttir er ein þeirra sem hefur gengið hráfæði á hönd og finnst það hafa góð áhrif á heilsuna. Hún ver 15-20 mínútum í matargerð daglega og segir hráfæði síst dýrara en annað. Ég þekkti mann sem hafði verið á hráfæði árum saman og gaf mér af og til að smakka. Mér fannst það gott. Hann var vel á sig kominn á fullorðinsárum og ég ákvað að mig langaði til að verða svona líka. Það réði úrslitum." Þannig lýsir Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands þeirri hugarfarsbreytingu sem átti sér stað árið 2002 er hún ákvað að gerast hráfæðisæta. „Þegar ég var búin að prófa hráfæðið í viku fann ég að það bar í sér svo mikla vellíðan að mig langaði ekkert til baka." Sigurlína kveðst alin upp á venjulegum sveitamat og miklum fiski og orðið gott af. „Síðan var ég grænmetisæta í mörg ár en það var ný og frábær upplifun að hætta að sjóða grænmetið." Kássa úr hráum rótarávöxtum og hnetum og kæfa úr ólívum, lárperum og kryddi eru dæmi um rétti Sigurlínu. Hún telur hráfæði síst dýrara en annað og kveðst að jafnaði verja 15-20 mínútum á dag í matreiðslu. Hámarkshitastig við matargerðina er 45-48°C. „Markmiðið er að ensímin haldist óskert og líkaminn nýti sem minnsta orku til að melta en þess meiri til viðhalds og viðgerðar," upplýsir hún. Sigurlína hefur þýtt bókina 12 spor til hráfæðis og telur auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um þekkingu á slíkri matreiðslu. Þegar hún fer í veislur kveðst hún langoftast taka nesti með sér og gjarnan gefa öðrum að smakka. „Flestir þiggja það og verða alveg hissa þegar maturinn er ætur!“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sigurlína Davíðsdóttir er ein þeirra sem hefur gengið hráfæði á hönd og finnst það hafa góð áhrif á heilsuna. Hún ver 15-20 mínútum í matargerð daglega og segir hráfæði síst dýrara en annað. Ég þekkti mann sem hafði verið á hráfæði árum saman og gaf mér af og til að smakka. Mér fannst það gott. Hann var vel á sig kominn á fullorðinsárum og ég ákvað að mig langaði til að verða svona líka. Það réði úrslitum." Þannig lýsir Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands þeirri hugarfarsbreytingu sem átti sér stað árið 2002 er hún ákvað að gerast hráfæðisæta. „Þegar ég var búin að prófa hráfæðið í viku fann ég að það bar í sér svo mikla vellíðan að mig langaði ekkert til baka." Sigurlína kveðst alin upp á venjulegum sveitamat og miklum fiski og orðið gott af. „Síðan var ég grænmetisæta í mörg ár en það var ný og frábær upplifun að hætta að sjóða grænmetið." Kássa úr hráum rótarávöxtum og hnetum og kæfa úr ólívum, lárperum og kryddi eru dæmi um rétti Sigurlínu. Hún telur hráfæði síst dýrara en annað og kveðst að jafnaði verja 15-20 mínútum á dag í matreiðslu. Hámarkshitastig við matargerðina er 45-48°C. „Markmiðið er að ensímin haldist óskert og líkaminn nýti sem minnsta orku til að melta en þess meiri til viðhalds og viðgerðar," upplýsir hún. Sigurlína hefur þýtt bókina 12 spor til hráfæðis og telur auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um þekkingu á slíkri matreiðslu. Þegar hún fer í veislur kveðst hún langoftast taka nesti með sér og gjarnan gefa öðrum að smakka. „Flestir þiggja það og verða alveg hissa þegar maturinn er ætur!“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira