Alonso: Erfitt að meta getu Ferrari 3. febrúar 2011 09:16 Fernando Alonso, ökumaður Ferrari. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Öll keppnislið í Formúlu 1 eru með nýja bíla á þessu ári og flest þeirra æfa á Valencia brautinni í dag á síðasta degi æfinga. Fernando Alonso segir erfitt að meta eiginleika 2011 Ferrari bílsins, en hann var með besta tíma í gær. "Það er erfitt að meta samkepnishæfni bílsins, vegna þess að minna bensín var um borð í bílunum en í fyrra, þannig að auðveldara var að meta þá", sagði Alonso við fréttamenn eftir æfingu í gær, samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso saknaði þess að Massa væri ekki til samanburðar að keyra á sama tíma, en hann ekur í dag í stað Alonso. Alonso hefur ekið hátt í 200 hringi um Valencia brautina." "Mér líður vel með æfingarnar. Þetta var góð byrjun. Stillanlegi afturvængurinn er nýr tækjakostur og við erum að þróa hann. Hann er ekki auðveldur í meðförum og þarf æfingu til að ná því að nota hann." "Það sama má segja um KERS búnaðinn. Það eru aukatakkar á stýrinu og tekur tíma að venjast því. Ég æfði ökuhermi áður ég æfði hérna og get sagt að æfingarnar hafa verið skilvirkar", sagði Alonso um æfingarnar tvo síðustu daga. Sjá meira um æfingarnar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Öll keppnislið í Formúlu 1 eru með nýja bíla á þessu ári og flest þeirra æfa á Valencia brautinni í dag á síðasta degi æfinga. Fernando Alonso segir erfitt að meta eiginleika 2011 Ferrari bílsins, en hann var með besta tíma í gær. "Það er erfitt að meta samkepnishæfni bílsins, vegna þess að minna bensín var um borð í bílunum en í fyrra, þannig að auðveldara var að meta þá", sagði Alonso við fréttamenn eftir æfingu í gær, samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso saknaði þess að Massa væri ekki til samanburðar að keyra á sama tíma, en hann ekur í dag í stað Alonso. Alonso hefur ekið hátt í 200 hringi um Valencia brautina." "Mér líður vel með æfingarnar. Þetta var góð byrjun. Stillanlegi afturvængurinn er nýr tækjakostur og við erum að þróa hann. Hann er ekki auðveldur í meðförum og þarf æfingu til að ná því að nota hann." "Það sama má segja um KERS búnaðinn. Það eru aukatakkar á stýrinu og tekur tíma að venjast því. Ég æfði ökuhermi áður ég æfði hérna og get sagt að æfingarnar hafa verið skilvirkar", sagði Alonso um æfingarnar tvo síðustu daga. Sjá meira um æfingarnar
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira