Hárdoktorinn kveður Ísland 28. janúar 2011 11:30 Jón Atli Helgason flytur búferlum til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann sinna tónlist og plötusnúðamennsku.fréttablaðið/vilhelm Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira