Dusta rykið af týndu plötunni með Fídel 25. febrúar 2011 21:00 Hljómsveitin Fídel árið 2002. Piltarnir hafa nú dustað rykið af týndri plötu. Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira
Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira