Pistillinn: Ciao Carlo Hjörvar Hafliðason skrifar 9. apríl 2011 12:45 Hjörvar Hafliðason Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega! Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega!
Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira