Ekki veikan blett að finna 13. apríl 2011 07:00 Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira