Fleet Foxes full af sjálfri sér 28. apríl 2011 14:00 Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira