Kærustparatónlist sem varð til á fylleríi 2. maí 2011 08:00 Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson eru að undirbúa sína fyrstu plötu saman. Fréttablaðið/Vilhelm Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimar, og Björgvin Ívar Baldursson, upptökustjóri hjá Geimsteini og liðsmaður Lifunar, gefa saman út plötu í sumar. „Þetta er svona kærustuparatónlist. Ég tók upp Valdimars-plötuna og síðan á einhverju fylleríi ákváðum við að semja saman lög. Daginn eftir var það enn þá góð hugmynd," segir Björgvin Ívar. „Við hittumst þrisvar og náðum að koma með hugmyndir að yfir tuttugu lögum. Það gekk svo fáránlega vel að við ákváðum að gera plötu." Valdimar er einnig mjög spenntur fyrir plötunni. „Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Þetta dæmi verður svolítið rólegra en ég hef gert. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum kósý tónum," segir hann og líkir samstarfi þeirra Björgvins við hljómsveitina Bon Iver. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Valdimars, Undraland, kom út fyrir síðustu jól og hefur selst í hátt í tvö þúsund eintökum. Hún er um þessar mundir í efsta sætinu á sölusíðunum Tonlist.is og Gogoyoko.com, auk þess sem lagið Yfirgefinn er vinsælast á Tonlist.is. „Ég bjóst ekki alveg við svona miklum vinsældum," segir Valdimar, ánægður með lífið og tilveruna. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á alþjóðlegri tónlistarhátíð stúdenta í bænum Greifswald í Þýskalandi um miðjan maí. Það verða fyrstu alvöru tónleikar sveitarinnar erlendis. „Ég hlakka mikið til. Þetta verður svakalega gaman," segir hann og útilokar ekki nýja Valdimars-plötu á næsta ári. - fb Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimar, og Björgvin Ívar Baldursson, upptökustjóri hjá Geimsteini og liðsmaður Lifunar, gefa saman út plötu í sumar. „Þetta er svona kærustuparatónlist. Ég tók upp Valdimars-plötuna og síðan á einhverju fylleríi ákváðum við að semja saman lög. Daginn eftir var það enn þá góð hugmynd," segir Björgvin Ívar. „Við hittumst þrisvar og náðum að koma með hugmyndir að yfir tuttugu lögum. Það gekk svo fáránlega vel að við ákváðum að gera plötu." Valdimar er einnig mjög spenntur fyrir plötunni. „Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Þetta dæmi verður svolítið rólegra en ég hef gert. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum kósý tónum," segir hann og líkir samstarfi þeirra Björgvins við hljómsveitina Bon Iver. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Valdimars, Undraland, kom út fyrir síðustu jól og hefur selst í hátt í tvö þúsund eintökum. Hún er um þessar mundir í efsta sætinu á sölusíðunum Tonlist.is og Gogoyoko.com, auk þess sem lagið Yfirgefinn er vinsælast á Tonlist.is. „Ég bjóst ekki alveg við svona miklum vinsældum," segir Valdimar, ánægður með lífið og tilveruna. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á alþjóðlegri tónlistarhátíð stúdenta í bænum Greifswald í Þýskalandi um miðjan maí. Það verða fyrstu alvöru tónleikar sveitarinnar erlendis. „Ég hlakka mikið til. Þetta verður svakalega gaman," segir hann og útilokar ekki nýja Valdimars-plötu á næsta ári. - fb
Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira