Önnur Kalifornía? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2011 06:00 Beint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vesturlöndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í þjóðaratkvæðagreiðslu að stofna eigið ríki og Bretar ganga senn að kjörborðinu og greiða atkvæði um hvort breyta eigi kosningakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Íslendingar hafa á rúmu ári efnt til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna, þeirra fyrstu á lýðveldistímanum. Nú situr stjórnlagaráð og mótar tillögur um hvernig megi efla frekar beint lýðræði á Íslandi og beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknum mæli. Um það virðist jafnframt vera þverpólitísk samstaða. Hið virta tímarit The Economist hefur barizt ötullega fyrir beinu lýðræði. Ýtarleg úttekt um efnið birtist þar í árslok 1996 og hafði mikil áhrif á umræður víða, einnig hér á landi. Það sætir því tíðindum þegar The Economist birtir nýja úttekt og virðist hafa fengið talsverða bakþanka, eins og rakið var í grein í helgarblaði Fréttablaðsins. Efasemdir blaðsins eru einkum til komnar vegna reynslunnar af tíðum þjóðaratkvæðagreiðslum í Kaliforníu, en þar rambar ríkið á barmi gjaldþrots, meðal annars vegna mislukkaðra ákvarðana, sem teknar hafa verið í þjóðaratkvæðagreiðslum, að sögn The Economist. Þannig hafa almennir kjósendur bæði ákveðið að lækka skatta og greitt góðum málum sem auka útgjöld atkvæði sitt. Það getur bara endað illa. Í ríkinu er framkvæmdarvaldið sagt veikburða og löggjafarvaldið nánast lamað vegna þess hversu auðvelt er að efna til almennra atkvæðagreiðslna. Beint lýðræði er ekki lengur öryggisventill eins og það átti upphaflega að vera og ekki heldur aðhald með elítuhópum, heldur geta sérhagsmunahópar nýtt sér það til að koma sínum málum inn í löggjöf sem er oft gríðarlega flókin og hefur furðulegar afleiðingar, segir tímaritið. The Economist segir að beint lýðræði eigi að vera sá öryggisventill sem upphaflega var lagt upp með. Tillögur eigi að vera stuttar, skýrar og skiljanlegar, tilgreint hvað þær kosti og hvernig eigi að fjármagna þær. Þá eigi þjóðþingið að geta gert breytingar á tillögum. Allt þetta og margt fleira sem er að finna í úttekt The Economist er umhugsunarefni, nú þegar rætt er um að virkja beint lýðræði í meiri mæli á Íslandi. Umræðan um beint lýðræði hefur því miður talsvert einkennzt af því að fólk telji það einhverja töfralausn og það eigi ekki að vera neinum takmörkunum háð. Alls konar málsmetandi fólk vill til dæmis endilega láta þjóðina kjósa um fiskveiðistjórnunarkerfið, án þess að láta þess að nokkru getið hvernig hin einfalda og skiljanlega spurning á kjörseðlinum eigi að hljóða. Og furðu margir sáu ekkert að því að greiða í tvígang atkvæði um hugsanleg ríkisútgjöld í Icesave-málinu. Það mál er um margt sérstakt, en ætti ekki að verða fordæmi fleiri slíkra atkvæðagreiðslna um fjárhagsmálefni. Ef ekki er hugað að nauðsynlegum takmörkunum á beinu lýðræði og áframhaldandi meginhlutverki Alþingis í lýðræðisferlinu getur Ísland endað sem önnur Kalifornía. Viljum við það nokkuð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun
Beint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vesturlöndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í þjóðaratkvæðagreiðslu að stofna eigið ríki og Bretar ganga senn að kjörborðinu og greiða atkvæði um hvort breyta eigi kosningakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Íslendingar hafa á rúmu ári efnt til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna, þeirra fyrstu á lýðveldistímanum. Nú situr stjórnlagaráð og mótar tillögur um hvernig megi efla frekar beint lýðræði á Íslandi og beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknum mæli. Um það virðist jafnframt vera þverpólitísk samstaða. Hið virta tímarit The Economist hefur barizt ötullega fyrir beinu lýðræði. Ýtarleg úttekt um efnið birtist þar í árslok 1996 og hafði mikil áhrif á umræður víða, einnig hér á landi. Það sætir því tíðindum þegar The Economist birtir nýja úttekt og virðist hafa fengið talsverða bakþanka, eins og rakið var í grein í helgarblaði Fréttablaðsins. Efasemdir blaðsins eru einkum til komnar vegna reynslunnar af tíðum þjóðaratkvæðagreiðslum í Kaliforníu, en þar rambar ríkið á barmi gjaldþrots, meðal annars vegna mislukkaðra ákvarðana, sem teknar hafa verið í þjóðaratkvæðagreiðslum, að sögn The Economist. Þannig hafa almennir kjósendur bæði ákveðið að lækka skatta og greitt góðum málum sem auka útgjöld atkvæði sitt. Það getur bara endað illa. Í ríkinu er framkvæmdarvaldið sagt veikburða og löggjafarvaldið nánast lamað vegna þess hversu auðvelt er að efna til almennra atkvæðagreiðslna. Beint lýðræði er ekki lengur öryggisventill eins og það átti upphaflega að vera og ekki heldur aðhald með elítuhópum, heldur geta sérhagsmunahópar nýtt sér það til að koma sínum málum inn í löggjöf sem er oft gríðarlega flókin og hefur furðulegar afleiðingar, segir tímaritið. The Economist segir að beint lýðræði eigi að vera sá öryggisventill sem upphaflega var lagt upp með. Tillögur eigi að vera stuttar, skýrar og skiljanlegar, tilgreint hvað þær kosti og hvernig eigi að fjármagna þær. Þá eigi þjóðþingið að geta gert breytingar á tillögum. Allt þetta og margt fleira sem er að finna í úttekt The Economist er umhugsunarefni, nú þegar rætt er um að virkja beint lýðræði í meiri mæli á Íslandi. Umræðan um beint lýðræði hefur því miður talsvert einkennzt af því að fólk telji það einhverja töfralausn og það eigi ekki að vera neinum takmörkunum háð. Alls konar málsmetandi fólk vill til dæmis endilega láta þjóðina kjósa um fiskveiðistjórnunarkerfið, án þess að láta þess að nokkru getið hvernig hin einfalda og skiljanlega spurning á kjörseðlinum eigi að hljóða. Og furðu margir sáu ekkert að því að greiða í tvígang atkvæði um hugsanleg ríkisútgjöld í Icesave-málinu. Það mál er um margt sérstakt, en ætti ekki að verða fordæmi fleiri slíkra atkvæðagreiðslna um fjárhagsmálefni. Ef ekki er hugað að nauðsynlegum takmörkunum á beinu lýðræði og áframhaldandi meginhlutverki Alþingis í lýðræðisferlinu getur Ísland endað sem önnur Kalifornía. Viljum við það nokkuð?
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun