Trier málar sig út í horn í Cannes 20. maí 2011 08:00 Tilraun Lars Von Trier til að gantast með nasisma, Adolf Hitler og Albert Speer misheppnaðist algjörlega og hefur honum verið vísað heim frá Cannes. Hann hefði betur haldið fyrir munninn á sér. Nordic Photos/Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Hefur þú efast um faðerni þitt eða barns þíns? Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Hefur þú efast um faðerni þitt eða barns þíns? Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira