Solla Soulful með sumarplötu 1. júní 2011 13:00 Sólveig Þórðardóttir, eða Solla Soulful, hefur gefið út sína fyrstu plötu. Mynd/GVA Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Platan inniheldur lög og texta eftir hana sjálfa og má heyra í þeim áhrif frá sálartónlist, djassi og blús. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en vegna þess hve seint hún kom til landsins ákvað Solla að fresta útgáfunni. „Ég sé ekki eftir því. Þetta er meiri sumarplata hvort sem er,“ segir Solla, sem útskrifaðist af djass- og rokkbraut FÍH fyrir tveimur árum. Lögin á plötunni fjalla mest um ástina og hennar fylgifiska. „Ég sem voða mikið út frá minni persónulegu reynslu. Textarnir eru bjartir og dimmir í senn. Stundum fara þeir út á ævintýralegar slóðir en meginþemað er ástin,“ segir hún. En hvaðan kemur nafnið Solla Soulful? „Mér fannst nafnið Solla vera eitthvað svo einmanalegt eitt og sér. Ég hugsaði með mér hvaða nafn myndi bæði lýsa sjálfri mér og tónlistinni. Ég er „soulful“ í túlkun og tónlistin er líka undir áhrifum frá sálartónlist.“ Með henni á plötunni eru Ragnar Emilsson á gítar, Ingi Björn Ingason á bassa, Egill Örn Rafnsson á trommur og Kjartan Valdemarsson á píanó og Hammond. Þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir spila einnig á strengi í nokkrum lögum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Café Rosenberg 8. júní kl. 21.30. - fb Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Platan inniheldur lög og texta eftir hana sjálfa og má heyra í þeim áhrif frá sálartónlist, djassi og blús. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en vegna þess hve seint hún kom til landsins ákvað Solla að fresta útgáfunni. „Ég sé ekki eftir því. Þetta er meiri sumarplata hvort sem er,“ segir Solla, sem útskrifaðist af djass- og rokkbraut FÍH fyrir tveimur árum. Lögin á plötunni fjalla mest um ástina og hennar fylgifiska. „Ég sem voða mikið út frá minni persónulegu reynslu. Textarnir eru bjartir og dimmir í senn. Stundum fara þeir út á ævintýralegar slóðir en meginþemað er ástin,“ segir hún. En hvaðan kemur nafnið Solla Soulful? „Mér fannst nafnið Solla vera eitthvað svo einmanalegt eitt og sér. Ég hugsaði með mér hvaða nafn myndi bæði lýsa sjálfri mér og tónlistinni. Ég er „soulful“ í túlkun og tónlistin er líka undir áhrifum frá sálartónlist.“ Með henni á plötunni eru Ragnar Emilsson á gítar, Ingi Björn Ingason á bassa, Egill Örn Rafnsson á trommur og Kjartan Valdemarsson á píanó og Hammond. Þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir spila einnig á strengi í nokkrum lögum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Café Rosenberg 8. júní kl. 21.30. - fb
Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira