Aðgengilegra hjá Arctic 2. júní 2011 04:00 Nýjasta plata Alex Turner og félaga í Arctic Monkeys kemur út eftir helgi. nordicphotos/afp Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira