Boðberar mannréttinda Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. júní 2011 09:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti allra almennra mannréttinda, efnahagslegra, félagslegra, menningarlegra, borgaralegra og stjórnmálalegra. Í þeim anda er tekið á fjölmörgum atriðum sem þurfa að vera fyrir hendi til að tryggja full mannréttindi fatlaðra. Landssamtökin Þroskahjálp héldu í samvinnu við Fjölmennt nú á vormisseri námskeið sem ætlað var að kynna fólki með þroskahömlun samninginn í því skyni að sá hópur bæri boðskapinn áfram. Sjö seinfærir einstaklingar sem námskeiðið sóttu voru þar útnefndir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sendiherrarnir sjö fengu á námskeiðinu ekki aðeins fræðslu um innihald og boðskap samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heldur var þeim einnig miðluð reynsla af því að vera sendiherrar þjóðar eða málstaðar. Sendiherrahópurinn heldur þannig út í sumarið vel búinn til að sinna sínu stóra verkefni, sem verður fólgið í því að fara um landið og kynna öðru fólki með þroskahömlun innihald samningsins og þau réttindi sem hann felur í sér. Kjörorð hópsins er í anda samningsins: Ekkert um okkur án okkar. Auk undirbúnings undir sendiherraverkefnið var markmið námskeiðs Þroskahjálpar og Fjölmenntar að breyta ímynd fatlaðra. Hugmyndir margra um fatlað fólk byggja á sterkum staðalímyndum sem mikilvægt er að brjóta upp. Sömuleiðis hefur þjónusta við þennan hóp haft ríka tilhneigingu til að setja alla undir sama hatt í stað þess að tekið sé mið af þörfum, óskum og væntingum hvers og eins. Tilhneigingar hefur gætt til þess að þeir sem ekki eru fatlaðir hafi stýrt lífi fatlaðra án þess að hlusta nægilega mikið á óskir hvers og eins, að fatlaðir hafi þurft að laga líf sitt að þjónustunni sem þeim stendur til boða í stað þess að þjónustan sé löguð að þörfum hvers og eins. Þátttakendurnir nýttu námskeiðið til að kafa hvert í sitt viðfangsefni í samræmi við áhugasvið sitt og skrifa um það grein. Þau fjölluðu um atvinnumál, búsetumál, fjölskyldumál, menntamál, ferlimál og réttinn til einkalífs svo eitthvað sé nefnt. Í gær birtist sú fyrsta af sjö greinum sendiherra Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en greinar þeirra munu birtast hér í blaðinu á næstu dögum og eftir það vera aðgengilegar á Vísi. Fréttablaðinu er heiður að því að birta greinar sendiherranna. Þar fer öflugur hópur fólks sem er meðvitað um réttindi sín og hefur á þeim skoðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti allra almennra mannréttinda, efnahagslegra, félagslegra, menningarlegra, borgaralegra og stjórnmálalegra. Í þeim anda er tekið á fjölmörgum atriðum sem þurfa að vera fyrir hendi til að tryggja full mannréttindi fatlaðra. Landssamtökin Þroskahjálp héldu í samvinnu við Fjölmennt nú á vormisseri námskeið sem ætlað var að kynna fólki með þroskahömlun samninginn í því skyni að sá hópur bæri boðskapinn áfram. Sjö seinfærir einstaklingar sem námskeiðið sóttu voru þar útnefndir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sendiherrarnir sjö fengu á námskeiðinu ekki aðeins fræðslu um innihald og boðskap samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heldur var þeim einnig miðluð reynsla af því að vera sendiherrar þjóðar eða málstaðar. Sendiherrahópurinn heldur þannig út í sumarið vel búinn til að sinna sínu stóra verkefni, sem verður fólgið í því að fara um landið og kynna öðru fólki með þroskahömlun innihald samningsins og þau réttindi sem hann felur í sér. Kjörorð hópsins er í anda samningsins: Ekkert um okkur án okkar. Auk undirbúnings undir sendiherraverkefnið var markmið námskeiðs Þroskahjálpar og Fjölmenntar að breyta ímynd fatlaðra. Hugmyndir margra um fatlað fólk byggja á sterkum staðalímyndum sem mikilvægt er að brjóta upp. Sömuleiðis hefur þjónusta við þennan hóp haft ríka tilhneigingu til að setja alla undir sama hatt í stað þess að tekið sé mið af þörfum, óskum og væntingum hvers og eins. Tilhneigingar hefur gætt til þess að þeir sem ekki eru fatlaðir hafi stýrt lífi fatlaðra án þess að hlusta nægilega mikið á óskir hvers og eins, að fatlaðir hafi þurft að laga líf sitt að þjónustunni sem þeim stendur til boða í stað þess að þjónustan sé löguð að þörfum hvers og eins. Þátttakendurnir nýttu námskeiðið til að kafa hvert í sitt viðfangsefni í samræmi við áhugasvið sitt og skrifa um það grein. Þau fjölluðu um atvinnumál, búsetumál, fjölskyldumál, menntamál, ferlimál og réttinn til einkalífs svo eitthvað sé nefnt. Í gær birtist sú fyrsta af sjö greinum sendiherra Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en greinar þeirra munu birtast hér í blaðinu á næstu dögum og eftir það vera aðgengilegar á Vísi. Fréttablaðinu er heiður að því að birta greinar sendiherranna. Þar fer öflugur hópur fólks sem er meðvitað um réttindi sín og hefur á þeim skoðanir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun