Maðurinn í myndinni Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. júlí 2011 07:00 Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið. Ofbeldi gegn barni er eitt alvarlegasta brot sem hægt er að fremja. Börn eru framtíðin og við sem samfélag verðum að vernda þau því annars er allt hitt unnið fyrir gýg. Við hljótum að vera sammála um að það er ekki boðlegt fyrir samfélagið að maður sem misþyrmir börnum gangi laus. En því miður eru ekki alltaf til sönnunargögn. Stundum er bara orð gegn orði. Þá þarf barn í yfirheyrslum að segja aftur og aftur alveg eins frá atburðum sem vekja því skelfingu eða ógeð til að það teljist nægileg sönnun þess að atburðirnir hafi átt sér stað. Annars virðist alltaf vera hægt að ganga út frá því sem vísu að barnið sé að ljúga. Þess vegna er gott að finna myndræn sönnunargögn þó að myndefnið misbjóði þeim sem það sjá og af því heyra. Hreyfimyndin sýnir það sem gerðist og maðurinn í myndinni er sá sem gerði það. En hvers virði eru myndir ef sá sem sker úr um réttmæti þeirra telur þær ekki nóg? Þegar fulltrúi réttvísinnar ákveður, að því er virðist upp á sitt eindæmi, að myndupptökur af misþyrmingum á barni séu ekki nægileg sönnun þess að maðurinn í myndinni sé hættulegur barninu og öðrum börnum og að hagsmunir hans séu meira virði en hagsmunir barna, sem eru sjálfkrafa hagsmunir okkar? Börnum er kennt að snúa sér til löggunnar og kennaranna sinna þegar eitthvað bjátar á. En þegar löggan bregst, hver á þá að vernda börn gegn manninum á myndinni? Eða, eins og í öðru dæmi úr fréttum vikunnar: þegar eineltið og misþyrmingarnar í skólanum eru framin af kennurunum, hvert geta nemendur þá leitað? Við verðum að passa börnin okkar, bera virðingu fyrir þeim, trúa þeim, hlusta á þau. Og ef einhver telur að barn sé samfélaginu minna virði en frelsi mannsins í myndinni þá verðum við að segja og sýna að hann hafi rangt fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið. Ofbeldi gegn barni er eitt alvarlegasta brot sem hægt er að fremja. Börn eru framtíðin og við sem samfélag verðum að vernda þau því annars er allt hitt unnið fyrir gýg. Við hljótum að vera sammála um að það er ekki boðlegt fyrir samfélagið að maður sem misþyrmir börnum gangi laus. En því miður eru ekki alltaf til sönnunargögn. Stundum er bara orð gegn orði. Þá þarf barn í yfirheyrslum að segja aftur og aftur alveg eins frá atburðum sem vekja því skelfingu eða ógeð til að það teljist nægileg sönnun þess að atburðirnir hafi átt sér stað. Annars virðist alltaf vera hægt að ganga út frá því sem vísu að barnið sé að ljúga. Þess vegna er gott að finna myndræn sönnunargögn þó að myndefnið misbjóði þeim sem það sjá og af því heyra. Hreyfimyndin sýnir það sem gerðist og maðurinn í myndinni er sá sem gerði það. En hvers virði eru myndir ef sá sem sker úr um réttmæti þeirra telur þær ekki nóg? Þegar fulltrúi réttvísinnar ákveður, að því er virðist upp á sitt eindæmi, að myndupptökur af misþyrmingum á barni séu ekki nægileg sönnun þess að maðurinn í myndinni sé hættulegur barninu og öðrum börnum og að hagsmunir hans séu meira virði en hagsmunir barna, sem eru sjálfkrafa hagsmunir okkar? Börnum er kennt að snúa sér til löggunnar og kennaranna sinna þegar eitthvað bjátar á. En þegar löggan bregst, hver á þá að vernda börn gegn manninum á myndinni? Eða, eins og í öðru dæmi úr fréttum vikunnar: þegar eineltið og misþyrmingarnar í skólanum eru framin af kennurunum, hvert geta nemendur þá leitað? Við verðum að passa börnin okkar, bera virðingu fyrir þeim, trúa þeim, hlusta á þau. Og ef einhver telur að barn sé samfélaginu minna virði en frelsi mannsins í myndinni þá verðum við að segja og sýna að hann hafi rangt fyrir sér.