Kænn kappi í Landnámssetrinu Elísabet Brekkan skrifar 15. október 2011 06:00 Blótgoðar - Þór Tulinius Þeir sem fylgst hafa með fornum köppum sem lifnað hafa við á leiklofti Landnámssetursins muna Skallagrímsson og hina íðilfögru Brák. Nú hefur Þorgeir Ljósvetningagoði og hans lið bæst í þennan hóp. Þór Tulinius fer svipaða leið og farin var í verkinu um Skallagrímsson og tengir saman nútímann og örlagasögur úr Íslendingasögunum. Þór nýtir rýmið vel. Hann er með örlitla dúkku eða spýtukubb um hálsinn sem hann notar sem lykil að frásögninni. Kannski var þetta helgimynd, kannski verndargripur eða kannski bara drasl. Með þessar vangaveltur smeygir hann sér inn á sögusviðið. Hér er um heilmikinn massa af upplýsingum að ræða og tókst Þór snilldarlega að halda mannskapnum við efnið með skemmtilegum, kennaralegum endurtekningum, þar sem Páll, sögukennari hans úr bernsku, kemur oft við sögu. Allar þær hetjur sem komu sér fyrir í mismunandi búðum á Þingvöllum höfðu hver sitt yfirbragð. Hinn karlmannlegi þræll Skinni sem gerir hosur sínar grænar fyrir Sólveigu, dóttur Þormóðs, birtist okkur sterkur og myndarlegur meðan stúlkutetrið var svona fremur fáfengileg og lýsti leikarinn því með ýktri líkamsbeitingu feiminnar smástelpu og var það fyndið. Atburðarásin er öll kringum þessa daga á Þingvöllum og var kristnisögunni fléttað inn í. Það ástand sem ríkti í samskiptum heiðinna manna og þeirra kristnu leikur Þór á hlaupum milli liða. Hvort sem það er trúverðugt eður ei þá var útfærslan skemmtileg og áhorfendur dilluðu sér af hlátri. Búningur Þórs og yfirbragð var smekklega hlutlaus og skórnir rosalega flottir. Beiting málsins var skýr og fullt gefið af skýringum á því hvers vegna fornkappar töluðu eins og þeir gerðu og féll það áhorfendum mjög vel í geð. Það stíga ýmsir á stokk eins og Síðu-Hallur, Hjalti Skeggjason og Snorri goði. Nokkrar persónur hafa þó líklega komið til í ritsmiðju Þórs sjálfs og gerir það verkið skemmtilegra. Lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar er hógvær en undirstrikar allan tímann gang atburða, Þór hélt undurvel utan um persónurnar og brá sér oní þindina í leit að slíkum hljóðum að helst mætti líkja þeim við forn blásturshljóðfæri. Loksins fáum við líka að vita af hverju stíllinn í sögunum er svo knappur, jú vegna þess að kálfskinnin voru svo dýr. Á köflum var sýningin líka spennandi, norskar leyniskyttur ná næstum því að breyta gangi sögunnar. Hér er skemmtilega unnið með þessar heimildir úr Íslendingabók Ara fróða um leið og Finnur draumspaki og Mjaldur finnski fá vígalegt rými í alls kyns ástandi. Peter Engkvist, sem er sérfræðingur í því að leikstýra einleikjum, hefur hér náð góðum tökum á verkefninu þar sem jafnvægi milli staðreynda eða upplýsingaflæðisins og hinnar leikrænu nándar er vel gætt. Niðurstaða: Þór nýtur sín í þessu hlutverki og er alveg óhætt að mæla með enn einu fræðandi og skemmtilegu stefnumóti við forna kappa uppi í Borgarnesi. Lífið Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þeir sem fylgst hafa með fornum köppum sem lifnað hafa við á leiklofti Landnámssetursins muna Skallagrímsson og hina íðilfögru Brák. Nú hefur Þorgeir Ljósvetningagoði og hans lið bæst í þennan hóp. Þór Tulinius fer svipaða leið og farin var í verkinu um Skallagrímsson og tengir saman nútímann og örlagasögur úr Íslendingasögunum. Þór nýtir rýmið vel. Hann er með örlitla dúkku eða spýtukubb um hálsinn sem hann notar sem lykil að frásögninni. Kannski var þetta helgimynd, kannski verndargripur eða kannski bara drasl. Með þessar vangaveltur smeygir hann sér inn á sögusviðið. Hér er um heilmikinn massa af upplýsingum að ræða og tókst Þór snilldarlega að halda mannskapnum við efnið með skemmtilegum, kennaralegum endurtekningum, þar sem Páll, sögukennari hans úr bernsku, kemur oft við sögu. Allar þær hetjur sem komu sér fyrir í mismunandi búðum á Þingvöllum höfðu hver sitt yfirbragð. Hinn karlmannlegi þræll Skinni sem gerir hosur sínar grænar fyrir Sólveigu, dóttur Þormóðs, birtist okkur sterkur og myndarlegur meðan stúlkutetrið var svona fremur fáfengileg og lýsti leikarinn því með ýktri líkamsbeitingu feiminnar smástelpu og var það fyndið. Atburðarásin er öll kringum þessa daga á Þingvöllum og var kristnisögunni fléttað inn í. Það ástand sem ríkti í samskiptum heiðinna manna og þeirra kristnu leikur Þór á hlaupum milli liða. Hvort sem það er trúverðugt eður ei þá var útfærslan skemmtileg og áhorfendur dilluðu sér af hlátri. Búningur Þórs og yfirbragð var smekklega hlutlaus og skórnir rosalega flottir. Beiting málsins var skýr og fullt gefið af skýringum á því hvers vegna fornkappar töluðu eins og þeir gerðu og féll það áhorfendum mjög vel í geð. Það stíga ýmsir á stokk eins og Síðu-Hallur, Hjalti Skeggjason og Snorri goði. Nokkrar persónur hafa þó líklega komið til í ritsmiðju Þórs sjálfs og gerir það verkið skemmtilegra. Lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar er hógvær en undirstrikar allan tímann gang atburða, Þór hélt undurvel utan um persónurnar og brá sér oní þindina í leit að slíkum hljóðum að helst mætti líkja þeim við forn blásturshljóðfæri. Loksins fáum við líka að vita af hverju stíllinn í sögunum er svo knappur, jú vegna þess að kálfskinnin voru svo dýr. Á köflum var sýningin líka spennandi, norskar leyniskyttur ná næstum því að breyta gangi sögunnar. Hér er skemmtilega unnið með þessar heimildir úr Íslendingabók Ara fróða um leið og Finnur draumspaki og Mjaldur finnski fá vígalegt rými í alls kyns ástandi. Peter Engkvist, sem er sérfræðingur í því að leikstýra einleikjum, hefur hér náð góðum tökum á verkefninu þar sem jafnvægi milli staðreynda eða upplýsingaflæðisins og hinnar leikrænu nándar er vel gætt. Niðurstaða: Þór nýtur sín í þessu hlutverki og er alveg óhætt að mæla með enn einu fræðandi og skemmtilegu stefnumóti við forna kappa uppi í Borgarnesi.
Lífið Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira