Sameinuðu þjóðirnar standa sig Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. nóvember 2011 11:00 Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Ekki voru allir á eitt sáttir með afgreiðslu UNESCO. Fulltrúi Ísraels sagði atkvæðagreiðsluna vera harmleik. Stofnunin ætti að fjalla um vísindi, ekki vísindaskáldsögur. Í hans huga var aðild Palestínu að samtökunum ekki annað; ótrúverðugur skáldskapur. Bandaríkin telja að aðildin muni geta gert þeim erfiðara fyrir með fjárstuðning til UNESCO, sem er vandamál, þar sem Bandaríkin greiða um 22 prósent af kostnaði við stofnunina. Fulltrúar 107 ríkja létu þetta ekki á sig fá og samþykktu aðildina. Kannski þau ríki hafi leitað í stofnsáttmála Sameinuðu þjóða eftir rökum fyrir afstöðu sinni. Eitt af markmiðum og grundvallarreglum SÞ er eftirfarandi: „Að koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála, fjárhagslegs, félagslegs, menningarlegs og mannúðarlegs eðlis, og að styrkja og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsisréttindum allra án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða.“ Sameinuðu þjóðirnar voru nefnilega stofnaðar til að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða á millum. Með stofnun þeirra var viðurkennt að friðarhorfur bötnuðu þegar fleiri véluðu um mál en deiluaðilar sjálfir. Þess vegna var búinn til fjölþjóðlegur vettvangur til að leysa úr deilumálum. Settar voru yfirþjóðlegar reglur sem bundu hendur einstakra ríkja. Einmitt þess vegna á deila Ísraela og Palestínu að vera deila jafn rétthárra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna. Deiluaðilar eiga að sitja við sama borð og lúta samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Svo er ekki í dag. Þess vegna eru Ísrael og Bandaríkin á móti aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum og hamra á því að deilu landanna tveggja þurfi áður að leysa. Í beinum viðræðum landanna tveggja. Þess vegna segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, aðild Palestínu að UNESCO óútskýranlega. Fulltrúar Unesco stóðu hins vegar sýna plikt. Þeir ákváðu að halda tilgang Sameinuðu þjóðanna í heiðri frekar en hagsmuni einstakra ríkja, þó öflug séu. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Ekki voru allir á eitt sáttir með afgreiðslu UNESCO. Fulltrúi Ísraels sagði atkvæðagreiðsluna vera harmleik. Stofnunin ætti að fjalla um vísindi, ekki vísindaskáldsögur. Í hans huga var aðild Palestínu að samtökunum ekki annað; ótrúverðugur skáldskapur. Bandaríkin telja að aðildin muni geta gert þeim erfiðara fyrir með fjárstuðning til UNESCO, sem er vandamál, þar sem Bandaríkin greiða um 22 prósent af kostnaði við stofnunina. Fulltrúar 107 ríkja létu þetta ekki á sig fá og samþykktu aðildina. Kannski þau ríki hafi leitað í stofnsáttmála Sameinuðu þjóða eftir rökum fyrir afstöðu sinni. Eitt af markmiðum og grundvallarreglum SÞ er eftirfarandi: „Að koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála, fjárhagslegs, félagslegs, menningarlegs og mannúðarlegs eðlis, og að styrkja og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsisréttindum allra án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða.“ Sameinuðu þjóðirnar voru nefnilega stofnaðar til að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða á millum. Með stofnun þeirra var viðurkennt að friðarhorfur bötnuðu þegar fleiri véluðu um mál en deiluaðilar sjálfir. Þess vegna var búinn til fjölþjóðlegur vettvangur til að leysa úr deilumálum. Settar voru yfirþjóðlegar reglur sem bundu hendur einstakra ríkja. Einmitt þess vegna á deila Ísraela og Palestínu að vera deila jafn rétthárra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna. Deiluaðilar eiga að sitja við sama borð og lúta samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Svo er ekki í dag. Þess vegna eru Ísrael og Bandaríkin á móti aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum og hamra á því að deilu landanna tveggja þurfi áður að leysa. Í beinum viðræðum landanna tveggja. Þess vegna segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, aðild Palestínu að UNESCO óútskýranlega. Fulltrúar Unesco stóðu hins vegar sýna plikt. Þeir ákváðu að halda tilgang Sameinuðu þjóðanna í heiðri frekar en hagsmuni einstakra ríkja, þó öflug séu. Það er vel.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun